Vitinn gegn Myllunni

Hinar árlegu vígslur á vitanum og myllunni fóru fram um kl. 22.00 í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni en ég myndi ætla að rúmlega 300 manns hafi mætt til að verða vitni að þessum skemmtilegum tilburðum sem eru farnar að setja skemmtilegan svip á fimmtudag fyrir Þjóðhátíð hjá mörgum.

Byrjað var í gærkvöldi klukkan 22.05 við endurgerða mylluna. Jóhann Pétursson mylli - myllustjóri hélt langa en og á tíðum bráðskemmtilega ræðu þar sem að hann fór yfir endurreisn myllunnar sem nú reis upp á 3ja degi!!! að sögn Jóhanns. - þegar ljós höfðu verið tendruð og haldin örlítil flugelda sýning hélt fólk sem leið lá upp hólinn og að fallegasta mannvirkinum í Dalnum vitanum - sem hin síðari ár hefur verið undir dyggri stjórna félagsskaparins magna Vina Ketils bónda - VKB, sem nýverið hélt upp á 10 ára afmæli sitt. Þar hélt Kjartan Vídó, séra Kristján Björnsson, árni Johnsen og Kjartan Vídó ræður - stuttar en hnitmiðaðar og skemmtilegar en Kjartan tilkynnti síðan val dómnefndar á vitaverði ársins og var Hanner K. Eiríksson sá sem hirti titilinn þetta árið, en þeta er í fyrsta skipti sem þessi farand verðlaun eru veitt.

Báðar athafnir voru sínu fólki til sóma og það er gaman að sjá hversu margir heimamenn eru farnir að láta sjá sig við þessar athafnir en þeim fer fjölgandi ár frá ári.

Gleðilega Þjóðhátíð


mbl.is Töluverður erill í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband