Ja hérna

Bæjarráð Vestmannaeyja ætlar nýjum stýrihópi að tryggja að „töfrar þjóðhátíðar tapist aldrei og hún haldi áfram að vera Eyjamönnum öllum til sóma", eins og segir í samþykkt bæjarráðs sem telur að vegna breytinga á samgöngum á sjó með tilkomu Land-Eyjahafnar sé sem aldrei fyrr þörf á að marka þjóðhátíðinni stefnu.

„Áætla má að sú siglingaleið geti flutt allt að 5.000 manns á sólarhring samanborið við um 1.800 manns á núverandi siglingaleið," bendir bæjarráðið á sem ætlar stýrihópnum meðal annars að móta uppbyggingu á hátíðarsvæðinu, áherslur í markaðssetningu og öryggismál. (af eyjar.net sem tók úr fréttablaðinu)

Ja hérna öllu þarf nú að koma í stýrihópa - finnst þetta merkileg ákvörðun þessi stýrihópur. Er bærinn að reyna að koma höndum yfir Þjóðhátíðina? Er ekki alveg að ná þessu

Það er nú kominn tími á uppbyggingu mannvirkja í Dalnum og þá mannvirkja sem standa allt árið. Það standa mörg spjót á bæjarfélaginu um þessar mundir og  verður gaman að sjá hvort ekki fari að gerast einhverjir hlutir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mörg járn í eldinum segirðu. Hann hlýtur nú að fara að kulna þessi eldur því það hefur nákvæmlega ekkert gerst hér með þessari bæjarstjórn. Ekki einu sinni stóru stóru loforðin um knattspyrnuhús og bætur á útisvæði sundleugarinnar. Meiru galgoparnir og brunkuspreyjararnir þarna.

hindin (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:32

2 identicon

Reyndar sagðirðu ekkert um neinn eld með járni í ,en spjótinn hins vegar túlka ég á sama hátt og þetta með eldinn

hindin (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.