Það sama hafa 3 meirihlutar gert...

... í Reykjavík á þessu kjörtímabili - ætli það sé eitthvert samhengi þarna á milli? þ.e.a.s. lásí vinnubrögð á öllum stöðum og hver höndin upp á móti annarri?
mbl.is Smartkortakerfið klúðraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: busblog.is

Blaðamaður er hógvær í skrifum sínum um greiðslukerfið. Við höfum heyrt að það sé nærri 500 milljónum sem fóru í þetta kerfi. Og afhverju? Eins og gengur hjá strætó er oftar en ekki verið að "spara". Í staðin fyrir að kaupa kerfi erlendis frá sem var tilbúið til notkunar var keypt "ódýrara" kerfi sem þurfti að spinna endalaust í kringum með endalausum kostnaði. Það varð allt vitlaust út af 500 milljóna kostnaði við Grímseyjarferju sem er þó til í dag.  Greiðslukerfi strætó er ekki til lengur! Út úr því hefur reyndar verið búið til dýrasta skiptimiðakerfi í heimi!

Afhverju fer ekki fram opinber rannsókn á þessu máli?

Mbl.is: "Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til".   Það er eitthvað að þegar hægt er að réttlæta 500 milljón króna fjáraustur í eitthvað sem er svo ekki til þegar yfir lýkur. Það er þó hægt að segja um Tetra talstöðvakerfið (þrátt fyrir sína galla) sem hefur kostað hundruðir milljóna króna, að það er þó til í dag.

busblog.is, 17.8.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

500 milljónir og fólk lætur eins og um "smá" mál sé að ræða - fólk hefur enga ábyrgðar tilfinningu og ef að það hefur ekki vit á að segja sjálft upp á einhver ábyrgur að sparka í aftur endann á þessu liði - óþolandi hvernig fólk þykist geta sólundað með fé skattborgaranna.

Gísli Foster Hjartarson, 17.8.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.