23.8.2008 | 09:02
Skyldi.....
....Hlynur SIgmars hafa haft svona góð áhrif á Björgvin Pál þennan vetur sem að hann dvaldi hérna í Eyjum og spilaði með mínu ástsæla ÍBV liði??? Það skyldi þó ekki vera. En pilturinn stóð sig frábærlega þegar að hann lék með okkur og hann er en að standa sig og er svo sannarlega vel að þessu kominn og það sem má líka segja er að Guðmundur þjálfari virðist hafa veðjað alveg hárrétt á markverðina sem að hann tók með til Kína - því þeir hafa svo sannarlega vaxið eftir því sem líður á.
.....Áfram Ísland
Handboltinn bjargaði honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég trúi því að það var styrkur móðurinnar sem stóð staðföst í trú sinni að sonur hennar væri ekki sjúkur einstaklingur og hún gafst ekki upp. Hefði hann verið lyfjaður og innrætt inn í hann að hann væri "veikur", hvar væri hann í dag? Hver er sjálfsmynd þeirra sem að eru öðruvísi en þægir, hljóðir og kerfis kúgaðir krakkar?
Til hamingju mamma Björgvins! Þú ert fyrirmynd margra. Okkur vantar fleiri svona sögur.
Linda (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 09:15
Björgvin er og hefur alltaf verið top class markvörður, ég fór fyrir einhverjum árum að horfa á U-21 landsliðið spila í höllinni, og þar fór hann eins og ávallt á kostum, en í einum leiknum varði hann 21 skot í einum hálfleik!!
Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.8.2008 kl. 09:38
Örugglega valið rétt.En ég var að vona að Birkir hefði farið með Björgvin.
Halldór Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.