Ljótt ef satt er....

.....en svona er það sem menn geta misst sig gjörsamlega yfir eigin ágæti: (fengið úr DV sem virðist hafa fengið þetta úr Mannlífi)

Í nýjasta tölublaði Mannlífs er fjallað um Eggert Magnússon og tíð hans sem stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham. Svo fór að lokum að Eggert hvarf á braut og er meðal annars fjallað um atvik sem varð til þess að leiðir þeirra skildu.

Björgólfur hafði farið á leik á Emirates leikvangnum, heimavelli Arsenal, þegar West Ham barðist fyrir lífi sínu í ensku deildinni. Björgólfur hafði afráðið að bjóða gömlum vinum í hóf á Upton Park, heimavelli liðsins, en Björgólfur hafði ákveðið að leigja rútu til að aka þeim milli hverfa.

Eftir leikinn þegar Björgólfur og félagar hans höfðu komið sér fyrir í rútunni var ferð hennar stöðvuð. Ástæðan var sú að hleypa varð þremur eðalvögnum fram úr. Í einum þeirra var Eggert Magnússon en í hinum gestir hans. Það fauk í Björgólf þegar hann sá hvers kyns var. Sjálfur var hann í rútu en Eggert leigði eðalvagna. Þetta atvik, auk annarra, varð til þess að leiðir þeirra skildu. Lestu alla söguna í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Ég persónulega held að Eggert hafi hræðst það að bindishnúturinn kæmist ekki inn um hurðina á rútunni og því gripið til þessa örþrifaráðs!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.