Hmmm athyglisvert

Þetta er svolítið sérstakt en það er nú svo sem búið að vera að gera að því skóna að hann kynni að fara frá félaginu, en kannski ekki alveg undir þessum kringumstæðum. Stundum þarf að selja leikmenn til að halda þessu á floti og ég get ekki séð að þessir 2 sem seldir voru seú einhverjir sem eru ómissandi í liði Hamranna. En menn vilja kannski fá að vera meira með í ráðum þegar selja á leikmenn og auðvitað á að hafa þá með í umræðunni þegar svona stendur til en menn verða nú að kyngja því að stundum þarf að losa um, því ekki stendur á að þessir þjálfarar vilja í sífellu vera að kaupa einhverja leikmenn. Ég hef nú alltaf haft svolitla trú á Curbs og hélt að hann væri meiri bógur en þetta, nema að við séum að fara að horfa upp á eitthvað meira gerast hjá West Ham?  Er Curbs kannski að fara að taka við Newcastle? - ekki er hljóðið skárra þar svo mikið er víst.  Skyldu menn hafa rétt fyrir sér að Redlnapp taki við þessu eða fáum við einhvern óvæntan inn? Hvað segja menn um að fá bara Glenn Hoddle - til væri ég
mbl.is Curbishley hættur hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar ekki Guðjón vinnu?

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

jú kannski að Gaui taki þetta bara

Gísli Foster Hjartarson, 3.9.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.