Okur finnst mér

Er ég einn um þetta eða finnst fleirum miðaverðið á þessa tónleika frekar dýrt svo ekki sé meira sagt. Ég hef svo sem engan áhuga á að fara en er bara að velta fyrir mér þessum verðum. - Finnst dýrustu verðin þarna andskoti há.

Póstlistaforsala: Þú getur tryggt þér miða hér og nú

Almenn sala hefst á morgun kl. 10:00

Eins og kunnugt er verða haldnir stórtónleikar til heiðurs minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar, föstudaginn 10. október í Laugardalshöllinni. Landslið söngvara kemur fram ásamt 10 manna hrynsveit, strengjasveit og kórum.

Þú ert á póstlista Bravó og þess vegna gefst þér tækifæri til að tryggja þér miða hér og nú, degi áður en almenn sala hefst. Það eina sem þú þarft að gera er að smella á þennan tengil:

Kaupa miða núna

Vinsamlegast athugið að um takmarkað magn miðar er að ræða í póstlistaforsölunni; fyrstur kemur fyrstur fær.

Um miðasöluna

Right-click here to download pictures. To help protect your privacy, Outlook prevented automatic download of this picture from the Internet.
VV poster minniAðeins er um númerið sæti að ræða og er salnum skipt upp í fjögur verðsvæði sem hér segir:

A+ svæði: 11.900 kr.
A svæði: 8.900 kr.
B svæði: 7.900 kr.
C svæði: 4.900 kr.


Í heildina eru um 3.500 sæti í boði og vakin er athygli á því að eingöngu um 300 sæti eru í A+ svæðinu og eru þau öll fremst fyrir miðju.

Landslið íslenskra listamanna
Landslið söngvara kemur fram á tónleikunum og eru þar á meðal Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Diddú, Egill Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson, Jónsi, KK, Laddi, Lay Low, Páll Rósinkranz, Ragnheiður Gröndal og Stefán Hilmarsson

Sérstakir heiðursgestir eru Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson.

Sviðssetningu annast Björn G. Björnsson, útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar og tónlistarstjóri er Magnús Kjartansson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband