6.9.2008 | 08:48
Glæsilegar myndir.....en
Alveg virkilega góðar myndir sem þarna eru verðalunaðar. Til hiamingju gott fólk.
Ég velti hins vegar fyrir mér þegar um ljósmyndakeppni fyrir hinn almenna áhugamann er að ræða hvort ekki þurfi að skipta þessu í frekari flokka, því sumir eru að taka mynd - aðrir taka svo mynd og eiga við hana á þennan og hinn háttinn og það er bara engan veginn það sama. Nú veit ég ekkert hvernig menn lögðu af stað með þessa keppni en hugsa að menn hafi hugsað þetta sém ljósyndakeppni en ekki hönnunarvinnu í photoshop!! EN ekki skilja mig þannig að mér líki ekki þessar myndir þær eru glæsilegar spurningin mín er í raun hvað á að leyfa mikla vinnu í myndunum áður en að þær eru sendar inn, hversu mikil vinna er lögð í eftirvinnslumyndanna sést alveg á þessum þremur t.d.
Besta myndin af ömmu í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tók þátt og minnir að það hafi verið getið í reglunum að það mætti ekki gaufa of mikið í myndunum nema breyta lýsingu.... man samt ekki alveg.
En ég er sammála það ættu að vera flokkar
photoshopflokkur
almennur flokkur o.sv.fr
Ég er mjög svekkt að það hafi verið mikið photoshoppuð mynd sem vann ...finnst það eiginlega vera svind... en hún er flott. Hefði verið betra fyrir keppnishaldara sem slíka að skoða reglurnar sínar aftur.
Lilja Kjerúlf, 6.9.2008 kl. 09:42
já verð að segja fyrir mína parta að mér finnst þetta ekki rétt, á kunningja sem sendu inn þessar fínu myndir sem ekki var búið að eyða slíkri vinnu í sem þessa sigurmynd - þó flott sé. Menn kannski skoða þetta fyrir næsta ár. Því þessi keppni er bráðskemmtileg hugmynd og ég er ekki í nokkrum vafa að hún gaf mörgum mikið.
Gísli Foster Hjartarson, 6.9.2008 kl. 12:33
Það má vera að það ættu að vera mismunandi flokkar í svona keppnum en hins vegar er ekki hægt að segja að þessi mynd sé mikið unnin í photoshop.
Þó svo að það sjáist mikil breyting á myndinni frá orginalnum að þá er í raun ekkert verið að breyta "myndinni" sjálfri, heldur bara skrúfað fyrir litina á völdum stöðum.
Slíkt er mjög einfallt í Photoshop og hefði í raun verið hægt að gera í myrkrarherbergi sem réði við litmyndir.
Hérna eru leiðbeiningar í sex einföldum skrefum, hvernig maður getur gert þetta. (skref 7-9 eru óþörf)
http://www.photoshopsupport.com/tutorials/or/selective-coloring.html
Reyndar eru líka til betri aðferðir en þessi er einföld og virkar.
Ingólfur, 6.9.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.