Einmitt kynnast öllu nema laununum

En það skondna við starfið er einmitt að fólk vinnur þessi störf til að fá borgað og því á fólk eins og borgarstjórinn sem hefur verið partur af því batteríi að helda borginni í herkví og heimta hellings laun fyrir það ekki að vera að gera svona skyssur í starfi að vera að leika sér í vinnunni það er nóg komið af því er það ekki! Það eru aðrir sem sinna þessu starfi og gera það væntanlega vel og þvíengin ástæða til að vera að setja sig í þessar stellingar.

Ef að það er einhver dugur í henni þá hefði hún átt að taka að sér borgarstjórastarfið og taka fyrir það símavörslulaunin, allavega til að byrja með til að sjá hvernig það gengi að göslast áfram í lífinu.

Þetta minnir mig á þegar að bæjarstjórinn hérna tók sig til og bloggaði um að vera brjaður að þjálfa og tæki engin laun fyrir það þau rynnu bara til flokksins sem að hann þjálfaði. - Veit nú ekki hversu vel hann stóð sig eða mætti, en það er nú svo að fjöldinn allur af fólki er að vinna sjálfboðaliðavinnu fyrir t.d. íþróttahreyfinguna og er ekkert að slá sig til riddara á því og það sama á við um símadömur þær eru margar en mæta ekki bara í vinnuna af athyglissýkinni einni saman og til að sýnast eins og borgarstjórinn.


mbl.is Símadama á borgarstjóralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki alveg hvað það eru margir í símavörslu hjá borgini, en þetta er klárlega hlutur sem góður stjórnandi gerir.

Ekki á stjórnandinn bara að halda sig inni á skrifstofu og hafa ekki hugmynd um hvað gengur á í "fyrirtækinu/borgini".

Góður stjórnandi tekur púlsinn á stöðuni og fer meðal starfsmanna sinna. Það vekur bæði virðingu hjá starfsmönnum þar sem hann setur sig ekki á hærri hest eða þykist vera yfir þá hafinn eins og gengur og gerist hjá sumum.

Þarna fær hún innsýn í það hvað það er sem borgarstarfsmenn glíma við og hvernig er hægt að bæta vinnuaðstöðu þeirra og skilvirkni.  

Þetta er ekkert nema gott, svo vitið þið ekkert um það hvort hún hafi hringt og tilkynnt það í fjölmiðla að hún væri að gera þetta. það eru eflaust margir starfsmenn sem vinna þarna sem væru alveg til í að auka tekjur sínar með góðu fréttaskoti. En ef þið vitið það ekki þá borga blöðin fyrir góð frétta skot.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Klárlega sýndarmennska hjá þessari annars ágætu konu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var ánægð með frammistöðu sína. Kristín Pálsdóttir teymisstjóri sem kenndi henni réttu handtökin var heldur ekki frá því að Hanna Birna hefði hæfileika á þessu sviði. Reyndar taldi hún að Hanna Birna gæti fengið starf ef allt um þryti í pólitíkinni. - Segir í fréttinni og kannski að þessi starfskynning skili sér við tækifæri

Gísli Foster Hjartarson, 17.9.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Að fara þarna inn og nota eigið nafn (sjá til þess að hún fái önnur viðbrögð en venjuleg símadama) og kalla til pressuna (sjá til þess að við föllum fyrir trixinu og sjáum hvað hún er æði) er auðvitað bara ekki til þess fallið að virka. Á mig, allavega.

Villi Asgeirsson, 18.9.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.