Skemmtilegir tímar framundan!!!!

Já já nú þarf að fara ða vinna í þessu máli. Völlurinn uppfyllir ekki þessi skilyrði - alveg sama hvort mönnum finnst þau heimskuleg eða ekki þá eru þetta skilyrðin sem uppfylla ber. ég hef bennt áður á hugmyndir að lausnum get rætt þær aftur ef að menn vilja - en það þarf að setjast niður og koma þessu heim og saman.  Bæjaryfirvöld hafa lengi lofað úrbótum á þessu (t.d. öll þau ár sem að ég sá um leyfiskerfið fyrir ÍBV). Ég veit að nú er knattspyrnuhúsið í farvatninu og það er stór útgjaldaliður en menn hljóta á sama tíma að geta gert framkvæmdaáætlun um hitt sem hægt er að standa við - ekki bara innantóm loforð.  Auðvitað er knattpsyrnuhúsið nauðsynlegt ef að við ætlum að vera samkeppnishæf áfram í þessu (+ að við getum nýtt það undir annað) - ég tel það mikilvægast. Ég get líka sagt að það sauð á mér þegar að ég ræddi þetta fyrir einum þremur árum við núverandi formann KSÍ og svo formann mannvirkjanefndar og sagði þeim að nú stæði til að fara í knattspyrnuhús og þá hlytum við að fá frest á þessu því við það væru ekki til ótakmarkaðir peningar - svar beggja var á sömu leið: það verða engar undanþágur veittar og svo þegar ég sagði hvort væri mikilvægara steinklumpur með plastsætum eða aðstaða til að búa til leikmenn til að viðhalda greininni og efla hana þá voru svörin það verður engin undanþága veitt - engin rök fyrir því bara kalt órökstutt svar. - Því segi ég þegar þrjóskan er skynseminni yfirsterkari þá verður oft erfitt að fóta sig á svellinu.  En ég er svo sem viss um að ef að menn setjast niður og ræða málin á málefnalegum nótum þá ná menn nú örugglega laust því einhversstaðar hlýtur að örla á skynsemi hjá báðum aðilum.

Leyfiskerfið er teygt langt á Íslandi og menn ættu í raun að vera með kerfið tvískipt sér fyrir Íslandsmót og svo hið stærra kerfið fyrir lið sem eru að keppa í Evrópukeppnum og þurfa þá að spila eftir kröfum UEFA, þar myndum vði t.d. spila bara á Laugardalsvelli eða öðrum löglegum velli, það er ekki eins og við séum í Evrópukeppni á hverju ári. Við búum við það á Íslandi að bæjarfélögin eiga vellina en ekki félögin og við erum áhugamannaþjóð, að mestu leyti, þegar kemur að fótboltanum - Þessu á í raun að breyta finnst mér.

Miðað við það sem ég hef lesið mér til um að þá er ekkert leyfiskerfi í gangi í löndum eins og Englandi, Ítalíu og Spáni - þar fylgja þau lið leyfiskerfinu aðeins sem að keppa í Evrópukeppni ekkert annað, en auðvitað eru ýmis öryggisatriði sem menn þurfa að uppfylla til að vellirnir þeirra séu leyfilegir yfir höfuð innanlands. - EN þetta er athyglisvert þar sem að þegar umræðan um leyfiskerfið var í gangi á sínum tíma að þá voru allar þjóðir að taka þetta kerfi upp - en eins og ég sagði alltaf þá þá er þetta kerfi upphaflega sett upp bara fyrir lið sem eru að keppa í Evrópukeppnum en menn að reyna að ýta því lengra og lengra og að menn skuli ætla ða keyra þetta í 2 efstu deildum hér á landi er nokkuð strangt finnst mér. Samkvæmt heimasíðu UEFA eru það 17 þjóðir þar sem sama kerfið er í Evrópukeppni og landskeppni (m.a. Ísland, Þýskaland, Austurríki og Sviss (en 3 síðasttöldu sjá í raun um kerfið fyrir UEFA ef að ég man rétt) og Danmörk) - 23 þjóðir eru þar sem að í raun eru 2 kerfi evrópukeppniskerfi og svo sérstakt fyrir landseild (m.a. Frakland, Portugal, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Skotland) - og svo eru eins og ég sagði áðan þessar 3 þjóðir þar sem að lið sækja bara um í Leyfiskerfinu þegar að þau keppa í Evrópukeppnum. 

Áfram ÍBV alltaf allsstaðar og um alla eilífð

Gagnrýni myndavalið með fréttinni því því fer fjarri að þessi mynd sé tekin á Hásteinsvelli


mbl.is Þurfa 700 sæti og helminginn undir þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo sem ekki auðvelt mál.

 Á móti mætti benda á þau rök að önnur félög í deildinni hafa lagt í útgjöld til að standast leyfiskerfið. Þannig byggðu Grindvíkingar t.d. glæsilega stúku en hafa ekkert knatthús (þótt vissulega sé styttra fyrir þá að fara en Eyjamenn).

Gætu Grindvíkingar þá ekki haldið því fram að það skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart ÍBV ef það lið fær að vera undanþegið reglum sem hafa verið lengi við lýði?

Sjálfum finnst mér reyndar áherslan á yfirbyggingu vera of mikil á kostnað annarra þátta, s.s. að salernis- og veitingaaðstaða sé í lagi.

SP (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Að sjálfsögðu geta Grindvíkingar talað um mismunun. Þeir fóru af stað í múgæsingu ef að ég man rétt þar sem að bærinn lofaði að leggja fram sama fjármagn og menn söfnuðu en hvernig var það endaði þetta mál ekki með því að bærinn leysti til sín stúkuna þar sem erfiðlega gekk að standa í skilum hjá hlutafélaginu - ef rangt þá vil ég fá leiðréttingu, þetta er eins og mig minnir að umræðan hafi verið.

En ef að ég man rétt er nú ekki langt í að menn í Grindavík verði komnir með sitt eigið sparkafdrep.

Gísli Foster Hjartarson, 24.9.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband