Myndast brátt biðraðir við Glitni?

Verður það bara ekki raunin fyrir rest - allt í kaldakoli - og allir að missa sig - maður veltir fyrir sér stöðunni og viðbrögðum Íslendinga, ég veit um þó nokkra sem fóru í bankann til að tékka á innistæðum sínum og ég eit um fólk sem að tók út þá erlendu mynt sem að það átti hjá bankanum - auðvitað er fólki ekki í rónni.

Besta grínið í þessu öllu finnst mér að t.d. bæði Óli Björn Kárason og Pétur Blöndal, sem báðir sögðust eiga hlut í Glitni, leyfðu sér að segja að sér fyndist í lagi ef að ríkið keypti þessi 75% að ríkið tæki sig svo til þegar það ætlaði að selja sinn hlut og byði núverandi hluthöfum forkaupsrétt á þeim bréfum sem ríkið væri að selja !!!!! Eru þessir menn ekki í lagi, eru það ekki meðal annars þeir sem verið er að bjarga úr snörunni? Ef að ríkið selur á að sjálfsögðu að bjóða öllum landsmönnum að kaupa sér hlut fyrir segjum 5 til 10 þúsund t.d. miðað við ákveðið gengi og svo getur það sem eftir verður farið í almenna sölu til hæstbjóðanda - skítt ef að þjóðin á að skeina þessum mönnum og svo líka hjálpa þeim að girða sig - hvað finnst fólki um þessi ummæli þeirra félaga? Mér finnst þau ekki í lagi svo mikið er víst


mbl.is Sparifé flæðir inn í Northern Rock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.