Afhverju slæm umfjöllun?

Var hann bara nokkuð að leika vel? Er það ekki málið, mér hefur nú svo sem ekkert fundist Kjartan Sturluson fá verri umræðu en aðrir þó svo að oft á tíðum sé hans mistök skrautlegri enhjá mörgum öðrum - menn setja á þessa peyja kröfur og er það ekki bara í lagi? Það veit ég að það stendur ekki á þessum peyjum að setja kröfu á sín félög varðandi allt og nánast ekkert og því mega menn þá ekki hafa skoðun á þeim? Finnst þetta skrýtið hjá landsliðsþjálfaranum...

...og svo er sérstakt að hlusta á hann, Ola Jóh., segja að það sé engin sérstök ástæða fyrir því að hann skipti um markmenn, þetta finnst mér sérstakt afhverju sagði hann bara ekki að hann hafi verið óánægður með þeirra framlag og því talið nauðsynlegt að skipta um markmenn því að við eigum marga af svipuðum gæðum. Afhverju ekki að koma bara hreint fram?

EN ég vona að þessi markmannsskipti reynist okkur öflug og styri liðið ekki veitir af.


mbl.is Ólafur: Kjartan hefur fengið mjög slæma umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Stundum þegar ég hlusta á Óla held ég að við tölum ekki sama tungumálið.. Hann segir að vísu íslensk orð en þau hljóta að þýða eitthvað annað hjá honum en mér...

Stefán Þór Steindórsson, 3.10.2008 kl. 13:16

2 identicon

Svolítið gaman að lesa umsagnir um makverði, getu þeirra og bla bla bla

hvað þeir eru góðir. Hvað með Gunnar Sig. hefur einhver spilað betur en

hann í sumar? einfaldlega sá langbesti.  

.

Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband