9.11.2008 | 22:05
Er einhver hissa?
Þó fólk í þessu þjóðfélagi sem að við búum í sé orðið þreytt og ringlað á þessu bulli öllu saman, við sem höfum hingað til staðið okkur svo vel í öllum könnunum á alþjóðlegum vettvangi um spillingu og hamingju, alltaf erum við við toppinn á hamingjuskalanum og það kom út í þessum könnunum að fólk næstum þvi leitaði að orðabók þegar orðið spilling var nefnt og í skýringunum stóð eitthvert framandi nafn á afrískum þjóðarleiðtoga eða eitthvað álíka.
Sú er nú aldeilis ekki raunin í dag hér er allt orðið á öðrum endanum og traust til til yfirvalda fer minnkandi með hverjum deginum sem líður. Einu svörin sem fólk fær frá yfirmönnum innanlands er að málin séu í vinnslu, svo opna menn erlend blöð og vefsíður og þar er skýrt frá hinu og þessu sem okkur er jafnvel sagt innanlands að sé ekki í vinnslu og svo framvegis.....hvernig má það vera að fólk hefur ekki algjörlega sleppt fram af sér beislinu en sem komið? Beltið er þó aðeins farið að losna og Björn Bjarnason verður að vera fljótur í stríðsjakkann ef að hann ætlar að manna herlið áður en að sýður upp úr. Ég held að menn eigi að þakka fyrir að íslenska þjóðin er þokkalega vel gefin og ekki svo auðveldlega reitt til reiði er hræddur um að í öðrum löndum væru einhverjir fallnir í valinn þegar svona langt er gengið - vona að við sjáum það ekki gerast hér....en mikið djöfulli væri gott að fara að fá einhver skilmerkileg svör.
Legg einnig til að fólk almennt fari að líta í kringum sig með fólk sem að það sér leiða Ísland inn í framtíðina - heiðarlegt fólk, skulum við vona - Það er kominn tími á ný andlit um borð í brúnni. fólk á öllum aldri með þekkingu, kjark, dug og þor, fólk sem hefur áhuga á að vinna þjóðinni til heilla en ekki bara rassgatinu á sjálfum sér og sinna nánustu. Við gætum þurft erlent fólk í sumar stöður, sérstaklega til að byrja með, en það verður þá bara að vera svo !
Hvar eru þeir/þær sem töluðu gegn Hannesi - hvernær springur stjórnarfólk sem tókst á um hina og þessa hluti, það þarf engin að segja okkur að þetta hafi allt verið slétt og fellt.
Drotinn blessi íslensku þjóðina
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri mikil guðsgjöf ef tölvubjalla fylgdi hverju viðtali við alla þessa bankamenn þessa dagana. Bjallan myndi klingja í hvert sinn og viðmælandinn segir ósatt eða hagræðir sannleikanum. En þar sem svona bjalla er ekki til þá er oft orð gegn oðri og ég vona bara að með ítarlegri rannsókn óháðra fagaðila komi hið sanna í ljós. Á meðan erum við almennigur hvort sem við lesum blöðin, horfum á sjónvarpið eða hlustum á útvarpið litlu nær. Það eina sem við höfum er að treysta fjölmiðlamönnum, og þegar það traust er farið, hvað stöndum við þá?
Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.