15.11.2008 | 18:08
Trúarbrögð!
Ég hef löngumsagt að ástæðan fyrir því að aldrei gerist neitt í íslenskri pólitík er af trúarfarslegum ástæðum ekki málefnalegum. 90%+ af fólki kýs alltaf það sama og því verða engar breytingar. Hef trú á að það verði kosningar í vor og við skulum sjá hvað gerist. Aðhald að íslenskum stjórnmálamönnum er ekki nærri nærri nógu gott og því sitja þeir sem fastast alveg sama hvað ´adynur og á meðan það er þá nær fólk heldur ekki að losna við vondu eplin úr körfunni. Eftir þær hörmungar sem dunið hafa yfir þjóðina síðustu misseri hlýtur fólk að vilja sjá suma einstakklinga hverfa á braut úr sölum Alþingishússins hugsið ykkur þá gaura og þær gærur sem hafa leyft þessu öllu viðgangast eftirlitslaust þar til það kom okkur á hnén! Þá tekur þetta fólk sig til og bendir á alla aðra en sjálfa sig hvað haldið þið t.d. að þetta fólk héldi lengi vinnunni á hinum almenna markaði ef að það klúðraði svona í fyrirtækjum sínum???
Það er gott að Geir óttast ekki kosningar ég held að þjóðin geri það ekki heldur ogþegar hún læðist á bak við tjöldin og kýs þá kemur hún sínum skilaboðum til skila - hver þau verða veit engin að svo stöddu, allra síst ég - ég veit ekki einu sinni hvað ég mun gera. - Spurningin sem vakir fyrir mér er hvort að þetta verða trúarbragða kosningar eða ekki.
Ég vil t.d. að í öllum byggðarlögum þar sem að eru færri en 5000 íbúar verði heimild að bjóða til bæjarstjórna kosninga næst þar sem hægt verður ða bjóða fram fólk án þess að það sé á lista - sem sagtt að fólk kjósi fólk en ekki flokka. Hér í mínu byggðarlagi tönglast menn alltaf á ða það sé ekki hægt það sé svo mikilvægt að hafa vigt inn á þing í gegnum flokkana - my arse þetta lið sem úr þessu kjördæmi hefur farið og situr á þingi núna og er í stjórn hugsar um rassgatið á sjálfum sér og engum öðrum svo mikið er víst, þannig að það er lítið vit í þessum rökum flokkanna.
Drottinn blessi íslensku þjóðina og Vestmannaeyjar
Óttumst ekki kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er mjög sammála þér með að fólk kjósi flokkana eins og það sé að halda með liði eða já, eins og trúarbrögð. Eins og þú segir þá hljóta menn að sjá að ábyrgðin hlýtur að liggja að mestu leyti hjá Sjálfstæðisflokknum sem hefur verið við stjórnvölin öll þessi ár og ég trúi ekki öðru en fólk sjái þetta en fari ekki að kenna öðrum um eins og alheimsvanda sem er ekki kjarni málsins.
Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.