18.11.2008 | 09:37
Takk Davíð
Nú byrjar boltinn að rúlla upp á nýtt. Hverslags regluverk og eftirlit, innan banka og utan getur leyft svona hlutum að þróast? Og að þurfa að hugsa sér svo að þó nokkuð af þessu liði sem að var í forsvari fyrir bankana þegar þetta bull gekk yfir er en að störfum þarna. Ég hefði talið að topp 20 í öllum þessum stofnunum hefði átt að sparka út eftir hrunið, og hvíla eins og einhver sagði í 3 ár, að lágmarki. Því betra eftirlit og aðhald þeim mun vandaðri vinnubrögð ættum við að sjá ef allt er eðlilegt.
En það verð ég að segja að nú er Davíð búin að starta umræðum sem gaman gæti orðið að fylgjast með, ég sem skulda nokkrar milljonir í bankakerfinu velti því fyrir mér en og aftur og er ekki komin nálægt því að sjá til botns í því hver andskotinn hefur gengið á í þessu bankakerfi okkar síðustu ár, að öðru leyti en að menn hafa verið dauðadrukknir í vinnunni með fæturna uppi á borði og ropað við og við til að minna á að þeir væru á lífi!!! Þetta virðist eiga við um bankana, FME, Seðlabankann og sum ráðuneyti að einhverju leyti - alli virðast hafa verið að meika það....eða hvað
Rannsókn takk fyrir
Drottinn blessi Íslensku þjóðina
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu hjá þér, en hef ákveðna skoðun á Davíð sem ég ætla mér ekki að fela, er það ekki fyrst og frems Viðskiptaráðuneytið sem brást og svo FME ?
Nokkuð viss um að margir hér allt of fljótir að dæma Davíð sem niðurrifsamann sem hann er ekki - man ekki hversu oft hann talaði um að þessi útrás væri komin í tómt tjón - ekki var hlustað á hann frekar en aðra, helst bent á að halda sig til hlés enda niðurrifsmenn útrásarinna - nú segja þessir sömu menn að þeir sem áður vöruðu við geti verið vitrir eftir á, rangtúlkað eins og svo margt sem kemur frá sjoppueigendum
Jón Snæbjörnsson, 18.11.2008 kl. 09:45
Davíð er ekki nafli alheimsins, ekkert frekar en útrásarvíkingarnir. Það sem mér finnst skína í gegn og ég hef stundum viljað kenna við Davíð þó svo að það sé kannski ekki hans sök að það var þetta eilífa tal um góðærið, sem fékk þjóðina til að missa sig og það voru hreinlega "allir" að meika það - þar sleppti fólk fram af sér beislinu, sérstaklega á Stór-Reykjavíkursvæðinu, ekki bara þeir sem gátu mulið undir sig fé. Við sitjum núna öll uppi með "góðærið" og vitum ekkert hvað við eigum að gera við það!!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2008 kl. 09:58
Gísli!
Við skulum ekki gleyma því að Davíð var við stjórnvölinn allan tímann. Fyrst sem forsætisráðherra síðan seðlabankastjóri. Það var hann og hans ríkisstjórn sem sömdu regluverkið í kringum nýfrjálshyggju hagkerfið. Davíð ber því mikla sök í þessu máli og þykir mér alveg sorglegt að horfa upp á manninn benda á alla aðra en sjálfan sig. Það skal enginn segja mér að seðlabanki Íslands hafi ekki meiri völd heldur en þingið eða stjórnarandstaðan. Honum er alveg fjandans sama þótt hann komi óorði á flokksbræður sína...bara meðan hann sleppur við skrekkinn...
Ég hef oft verið sammála þér....þó að ég hafi aldrei áður skrifað í kommentakerfið en núna er ég algjörlega ósammála.
Mér finnst algjör firra að maðurinn beri enga ábyrgð...hann sem er faðir kapítalismanns á Íslandi
Aldís Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:44
Aldís
Dabbi krull er ekki saklaus, ekki skilja mig þannig - síður en svo það sem að ég á við að þetta eilífa tal hans um góðæri var kannski eitthvað sem þjóðin átti ekki að gleypa eins og harðfisk án þess að setja á hann smjör - bankarnir hleyptu svo fólki alveg hamslausu í lánsfé í góðæri Dabba
Davíð á stóran þátt í þessu skil ekki alveg hvaða regluverk þú ert að tala um sýnist það nú vera ma´lið að heævítis regluverkið var ekkert, ef að það var til staðar þá voru menn ekki að fara eftir því , ekki einu sinni hann sjálfur í sínum ábyrgðarmiklu stöðum.
Ég er t.d. en að hlægja að þeim tölum sem sýndar voru um daginn í sjónvarpinu um laun seðlabankastjóra landsins í saman burði við önnur lönd. Þar er hann okkur dýr og hann sem var að gagnrýna ofurlaun bankastjóranna á sínum tíma, svo er hann gerður einnaf 3, já 3, bankastjórum í Seðlabankastjórn þjóðar sem telur 300 þús hræður og þá eru laun hans hærri en seðlabankastjóra í risahagkerfum - grín ef að þú spyrð mig - og svo bennti hann á alla í kringum sig í dag en ég var samt ángæður með hann að hann vill fá erlenda aðila til að kafa ofan í þetta bul, ég er sammála því.
Davíð á það til að vera hrokafullur, eins og einræðisherra er siður, og þá skiptir engu máli um hvern eða við hvern hann er að tala. Mér brá um daginn þegar undrið Illugi Gunnarsson, sem á en langt í land með að sanna sig í mínu bókhaldi, beitt svipuðum tilburðum í Kastljósi þegar talað var um að hann var bailaður út úr sjóði 9 - náttúrulega skandall að þessi maður sitji en þar sem hann gerir, á þingi.
Aldís vona að þú haldir ekki að ég telji krullaða manninn saklausan í þessu máli - síður en svo en kannski að ég hafi ruglað þig með skrifum mínum, það er þa´ekki í fyrsta skipti sem að ég rugla einhvern.
Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2008 kl. 23:09
Dauðadrukknir? Prófaðu frekar: útúrkókaðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2008 kl. 23:42
ok....sjúkket....
Ég hef greinilega misskilið aðeins....
Dabbi krulla....Núna hló ég upphátt :)
P.S. regluverk...ok óregluverk....það er rétt...hann á samt hugmyndafræðina sem er líklega mun betri á orði en borði
Aldís Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 07:53
Útúrkókaðir !!! þú segir nokkuð Bofs, ertu að segja að ég sé of linur í umfjöllun minni? Þú kannski veist um eitthvað sem ég veit ekki!
Aldís - gott að þetta gladdi þig - held nú að 95% af þjóðoinni sjái að sá krullaði er ekki saklaus í þessum málum.
Gísli Foster Hjartarson, 19.11.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.