Ekki er ég hissa

Þessir þættir hafa verið æði misjafnir en steininn tók alveg úr í þar síðasta þætti að mínu mati í þætti Ragnhildar Gísla - fannst hún tækluð á rangan hátt og það var í raun lítið í gangi allan þáttinn, KK var svo betri um síðustu helgi, samt komast þessir þættir einhvern veginn aldrei á flug og manni finnst stundum svolítið verið að hlaupa úr einu í annað í þeim, og það ansi ört þ.e.a.s. - Þetta er svona gestir koma og fara þáttur.
mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þessi þáttur vera flottur.... Miðað við dagskrá rúv og ég hættur með stöð 2, þá bjargar þessi þáttur kvöldinu í smá tíma...

David Sig (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ragna Dagvaktina en samt var nú síðasti þátturinn þar agalega slappur

Davíð ég reyni alltaf að horfa á þetta en finnst þeir ekki alveg nógu sterkir þessir þættir, það er nú ekkert skárra á stöð 2 á þessum útsendingartíma. Ég tók mig til um daginn og horfði á þátt með Loga Bergmann, búinn að sjá 2 þætti og ekki var nú flugið mikið á þeim þáttum.

Gísli Foster Hjartarson, 2.12.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég verð nú að segja að mér líkar vel við þessa þætti. Það eru þó hlutir þarna sem fara í taugarnar á mér. Td þessi gestagangur, það er í lagi að fá gesti en þegar aðalgestur þáttarins er gjörnsamlega gleymdur í spjalli við einhvern gamlan vin eða forfallinn aðdáenda einsog sýndi sig best í Bubba þættinum. Eins fannst mér Dísa vera pluggað aðeins of mikið í þættinum um Röggu Gísla. Þetta tókst betur til í þættinum með KK þar sem Kommi og Þorleifur komu og voru hluti af viðtalinu í stað þess að yfirtaka það.

Eins mætti fallegasta kona ísland aðeins róa sig í því að vera alltaf að reyna að skapa nýtt útlit á sig.. 

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála Gísla með þetta.  Ofan á lélega þætti bætist það við að Ragnhildur Steinunn er alveg hrikalega sjálfhverf og einhvern veginn reynir hún alltaf að gera sjálfa sig að aðalatriðinu í hverjum þætti.  Ekki kem ég til með að sakna þessara þátta, farið hefur fé betra.

Jóhann Elíasson, 2.12.2008 kl. 10:31

5 identicon

Ég hef bara séð einn þátt af þeim, það er þáttinn sem Ragga og dóttir hennar komu og ég var með svo mikinn aulahroll allan tímann.. þetta var alveg hræðilegt, svo ógeðslega kjánalegt og hallærislegt.. Ég hafði það bara ekki í mér að klára þáttinn og ákvað að horfa ekki aftur á þennan þátt. Þannig ég vona eiginlega að hann hverfi bara í burtu...

Ég er samt ósammála með síðasta þáttinn af dagvaktinni.  

Fannar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:35

6 identicon

Hræðilegir þættir, alger æla.

Dagvaktin... vitið þið hvað, ég er hættur að horfa á hana.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:25

7 identicon

Þessir þættir hafa aldrei komist a flug, frekar aðrir þættir hennar.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:29

8 identicon

Mér finnst frammíköllin hafa verið hálf misheppnuð hjá hljómsveitinni. Hins vegar er Ragnhildur Steinunn besti sjónvarpsmaður(kona) Íslands að mínu mati og stendur sig undantekningalaust alveg frábærlega. Auk þess að vera stórglæsileg sem skemmir ekki.

Jói (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:52

9 identicon

Ef Ragnhildur Steinunn er góður sjónvarpsmaður þá er tunglið úr osti. Þrátt fyrir að vera sæt hefur hún enga útgeislun á skjánum og það er rétt hjá Jóhanni að hún er súrrandi sjálfhverf. Hvernig stendur á því að hún með þennan fína bakgrunn í viðtalssettinu en viðmælandinn sjálfur (sem maður hélt að væri aðal mál þáttarins) er með hljómsveitina á bak við sig sem bakgrunn, klórandi sér í pungnum. Hún kann ekki að bera uppi gott viðtal, grípur fram í á röngum stöðum og er svo alltaf með sama frasann "eigum við ekki að gefa þeim gott klapp" Enda kallaði einhver þáttinn um daginn "Gott klapp" sem væri betra nafn á hann því maður á ekki gott kvöld við að horfa á þessi ósköp, þrátt fyrir að engu sé til sparað í umgjörð. Þórhallur dagskrárstjóri virðist ekki vita hvað sparnaður er þegar litla uppáhalds drottningin hans á í hlut.

Gunni (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:36

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er búin að lesa allt sem hefur verið bloggað  um  þessa frétt. Og við nærri hvert einasta gerir Jói athugasemd. Hver er þessi Jói? Er hann skotinn í Ragnheiði?Eða frændi hennar?

María Kristjánsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:47

11 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

María ekki veit ég hver þessi Jói er  - hann er kannski frændi Ragnhildar, bróðir eða formaður aðdáendaklúbbsins hennar. Ég verð að vera sammála honum að hún er stórglæsileg þessi elska en það því miður er ekki alveg nóg til að halda þættinum hennar í hæstu hæðum.

Gísli Foster Hjartarson, 2.12.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.