Glaðir í bragði og léttir í lund

Hafa vísindamenn í Þýskalandi nasismans væntanlega fagnað því að f´aöll þessi tilraunadýr og ég er ekkert hissa þá að það komi í ljós að menn lokuðu báðum augunum fyrir allri almennri skynsemi þegar öll þessi tilraunadýr buðust - svona held ég að mannskepnan geti verið klikk.  Ætli þetta sé mikið öðruvísi í dag, hvað ætli gangi ekki á í dag sumsstaðar þó svo að við vitum ekki af því akkúrat núna!!!! Er hræddur um að víða hafi gengið á ýmsu við hinar og þessar tilraunir sem örugglega voru ekki allar mjög mannúðlegar og jafnvel verri en við höfum fengið upplýst.
mbl.is Tóku tilraunum nasista með velþóknun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn flokkast undir ríki dýra, það er í lagi að gera tilraunir á dýrum, af þessu leiðir að það er í lagi að gera tilraunir á mönnum. Eitthvað að þessari röksemdafærslu?

Siggi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki ætla ég að gera athugasemd við þessa færslu þína Siggi - aðra en þessa að ég las hana og fann ekkert að henni.

Gísli Foster Hjartarson, 2.12.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það er bara þannig að "sum" dýr eru jafnari en önnur ...

Jón Á Grétarsson, 2.12.2008 kl. 21:25

4 identicon

Þannig að þú velur hverja þú mátt gera tilraunir á útfrá því hvort dýrið er líkt þér eða ekki? En bíddu, hvernig ákveðuru þá hvar línan er dregin, erfðafræðilegi munurinn á þér og bónobos apa eða þér og S-Afríkubúa? Væri ekki bara sniðugra að gera það frekar útfrá því hvaða vald þú hefur og endurnefna "mannréttindi"; "félagslegan samning" á milli hinna sterku eins og upprunalega hugmyndin var? Og gera þá tilraunir á hinum "veiku" í samfélagin í þágu hinna sem hafa vald?

Siggi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:43

5 identicon

*u

Siggi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:47

6 identicon

Það eru gerðar mis-alvarlegar tilraunir á fólki. Sumir eru látnir vinna verk sem aldrei áður hefur verið gert, drekka meira af einum drykk, klífa hærra, halda lengur í sér andanum.....allt er gert til að reyna á ystu mörk mannskepnunnar. Hins vegar er þar samþykki hennar alltaf til staðar..tja nema þegar Einar Friðþjófs lét menn hlaupa tröppuþrek í framhaldsskólatröppunum í Eyjum...

Birgir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband