Velkominn aftur

Það hlýtur svo bara að koma í ljós þegar talið verður hvort karlinn á hljómgrunn meðal fólks eða ekki. Auðvitað á hann sýna fylgismenn sem ganga með honum á vit hverra þeirra ævintýra sem að hann langar að taka sér fyrir hendur.

Mér hefur löngum þótti íslensk pólitík líkari trúarofstæki en raunverulegri pólitík og eftir það sem að gengið hefur á í þjóðfélaginu og hvernig margur hefur horft upp á allt sitt gufa upp, þá verður gaman að sjá hvað gerist þegar kosið verður og tala nú ekki um hvaða fólk verður í boði hjá flokkunum kannski að allir séu heilagir og telji sjálfsagt að þeir séu í fylkingarbrjósti síns flokks þegar lagt verður í kosningar á ný - þar er aftur komið að fólkinu að segja hvað það vill, ég erð illa svikin ef að sumum verður ekki sparkað út í horn.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Það þarf að breyta þessu, kjósa menn ekki flokka.  Ég held að VG fengi seint það atkvæðamagn sem þeim eru að fá í könnunum.

 Ansk.. langar manni í öl þegar maður sér nafnið ;-)  (Foster)

lifðu heill,

Ragnar Borgþórs, 4.12.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Ragnar

Sammála þér myndi vilja kjósa fólk en ekki flokka og líka í því að ég held að VG skori ekki svona feitt þegar talið yrði upp úr kjörkössum en held nú samt að skorið gæti orðið gott.

Ég myndi vilja sjá Vestmannaeyjar notaðar í næstu bæjarstjórnarkosningum t.d. sem sveitarfélag þar sem kosið yrði um fólk en ekki flokka, þó ekki væri nema sem tilraunasveitarfélag, held að það sé löngu kominn tími á að menn fari þessa leið og sífellt fleiri ljá máls á þessu. Hérna í Eyjum hafa menn löngum notað sem afsökun þegar maður nefnir þetta að það gangi ekki því menn þurfi að hafa góð sambönd inn á þing - meira bullið það hefur nefnilega gefist okkur Eyjamönnum svo vel eða þannig sko.

Gísli Foster Hjartarson, 4.12.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband