24.12.2008 | 16:30
Til hamingju Guðjón
Það verð ég að segja að þetta er jólagjöfin mín í ár. Hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Guðjóni sem þjálfara og það skemmir ekki fyrir að þarna er hann að fara að taka við félagi sem að ég hef átt mikil og góð samskipti við í ein 5 eða 6 ár og þekki þar marga hnúta innanborðs. Hlakka mikið til að sjá hvernig tekst til við lausn á þessu verkefni hjá kappanum -vonandi fer þetta allt á besta veg en víst er að staðan er erfið og margir hnútar og mikil átök framundan.
Hjartanlega til hamingju Guðjón .. sama hvað hver segir þá er þetta ekki aðeins rós í þitt hnappagat heldur viðbót í blómvönd íslenskrar knattspyrnu á erlendum vettvangi.
Guðjón Þórðarson: Hlakka til að takast á við þessa áskorun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já,þeir vissu í Crewe hvað þeir áttu að gefa þér í jólagjöf.Kv
Halldór Jóhannsson, 24.12.2008 kl. 20:20
Gleðileg jól vinurinn og til hamingju með gjöfina. Ég held að Fosterinn væri kjörinn yfirscout hjá liðinu og að Vídó gæti tekið að sér ritstjórn á vefsíðu Crewe, ertu sammála því?
Kjartan Vídó, 25.12.2008 kl. 10:15
Guðjón Þórðarson er legend og einn af mínum uppáhalds persónum og þjálfurum! Snilld að kallinn er enn í bransanum... Væri til að fá hann til eyja...
jólakveðja
Bjössi Einars (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.