Okkar menn tilnefndir!!!!

Ekki eins og það sé einhver sérstakur heiður - eða ég myndi allavega ekki líta á það þannig en það gæti vel verið að þessir gaurar sjái þetta öðruvísi!  

Íslenskir stjórar tilnefndir

mynd
fyrrverandi bankastjórar

Bankastjórar íslensku bankanna eru tilnefndir til „CEO overpaid award" sem þýða mætti sem oflaunuðustu stjórnendurnir. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Í grein blaðsins segir að íslensku bankastjórunum hafi tekist að sökkva ekki einungis eigin fyrirtækjum heldur heilli þjóð. Annars segir blaðið að í ár sé af nógu að taka.

Sir Fred Goodwin, forstjóri Royal Bank of Scotland, er einnig tilnefndur sem og Daniel Mudd, forstjóri Fannie May, og Dick Syron hjá Freddi Mac. Blaðið kemst þó að þeirri niðurstöðu að Dick Fuld, forstjóri Lehman Brothers-banka, sé ótvíræður sigurvegari. Hann hafi þénað tugi milljóna bandaríkjadala áður en bankinn féll í september síðastliðnum og velti af stað alþjóðlega efnahagshruninu.- ovd - stolið af www.visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband