30.12.2008 | 19:46
Nú er Árni patt!!
Það er ég nú hræddur um að Árni verði að skoða sinn hug vandlega í kjölfar þessa álitis, þa er ekki á stöðu hans bætandi að fá svona spark í rassinn. Nú er það svo að hann er kominn upp að vegg og ef hann hefur einhverja sómatilfinningu þá ætti hann nú að segja ráðherrasæti sínu lausu og það fyrir áramót. Hugsið ykkur hann er að ströggla hrikalega við að reka eigið embæti og svo er hann látinn taka hliðarspor og leysa ónefndan ráðherra af hólmi við ákvarðanatöku í þessu máli og viti menn hann getur ekki gert það sómasamlega - Vík þú sæti Árni Matt.
Annmarkar á skipun dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann getur ekki farið úr ráðherrasæti , því hann hefur aldrei í raun setst í það því hann hefur aldrei verið ráðherra , einungis óráðherra , því allt sem hann hefur gert hefur hann gert með eða gert í óráði , og því miður er hann ekki eins dæmi um það í þjóðarleikhúsinu .
Hörður B Hjartarson, 30.12.2008 kl. 19:55
he he - góður
Gísli Foster Hjartarson, 30.12.2008 kl. 20:10
Réttara er að hann er mát. Hann heldur samt bara áfram að tefla. Kvarti andstæðingurinn yfir að það sé bannað, glottir hann bara og segir: "Þú átt leik. Þú ert að falla á tíma."
Hrannar Baldursson, 30.12.2008 kl. 21:16
Þetta er rétt Hrannar þessi staða er eins og þú lýsir - samt svolítið pínlegt að horfa upp á fullorðið fólk láta svona.
Gísli Foster Hjartarson, 30.12.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.