Finnst þetta alltaf spes

Fólk dregur einhverja ímyndaða línu um hvað því finnst í lagi og hvað ekki varðandi notkun á feldi dýra t.d. Ætli þessi ágæti dýralæknir hefði verið sátt ef að þetta hefði verið feldur af Marðarketti öldum upp í Kaplakrika í Hafnarfirði? Hlýtur að eiga við um alla feldi og ætti í raun líka að eiga við um leður - hefði haldið að fólk sem gagnrýnir meðferð á dýrum í einu landi geti varla verið sátt þó svo að það kaupi feld eða leður frá öðru landi, felst kannski sáttin í því að vita að viðkomandi dýri var klappað og fékk aukaskammt af fæði á sunnudögum í samþykkta landinu?

Ég fékk úlpuna ekki endurgreidda, skinnið endaði á haugunum og jólagjöfin skildi eftir óbragð í munni,“ segir Hanna.

Geri ráð fyrir að ættingjar hennar viti hvað á ekki að gefa henni að ári!


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn á marðarkettinum í hafnarfirði og í kína er sá að þessi úr hafnafirðinum hefði verið drepin áður en hann var fláður meðan þeir eru oft og iðulega fláðir lifandi í kína.

Svo er það smekksatriði hvor aðferðin fólki finnist mannúðlegri og hvar þeirra siðferði liggur.

Eva (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:01

2 identicon

Þetta snýst nú lítið um hvort viðkomandi dýr hafi fengið gott að borða eður ei. Aðalmálið hér eru þær aðferðir sem notaðar eru til aflífunar. Sem dæmi eru minkar hér á landi aflífaðir með því að setja þá í koltvísýring, með þeim afleiðingum að þeir einfaldlega sofna. Hér gilda lög um hvernig skal staðið að aflífun dýra og því liggur í augum uppi að það væri heldur mikill munur út frá dýraverndunarsjónarmiðum á dýrafeld úr Kópavoginum og dýrafeld frá Kína.

Anna (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:24

3 identicon

Það er augljóst í fréttinni að Hanna María dýralæknir er ekki að gagnrýna nýtingu dýra sem slíka heldur aðferðir sem eru sannanlega oft viðhöfð þar sem ekki eru neinar reglur eða eftirlit með aðferðum við aflífun dýra.

Ég held að allt venjulegt fólk geti verið sammála um að ekki undir neinum kringumstæðum er það réttlætanlegt að deyða dýr á kvalafullan hátt!

Walter (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:28

4 identicon

Hún er að gagnrýna meðferðina á dýrunum í Kína þar sem varan er framleidd, ekki notkun felda.

Áður en fólk tjáir sig um svona þá ætti það að skoða vefinn aðeins og þær aðferðir sem notaðar eru til að flá dýr í Kína. Það er ekki fögur sjón.

linda (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:34

5 identicon

Já ég verð að taka undir með Lindu að fólk ætti að skoða hlutina áður en það tjáir sig.

Hanna er að mótmæla meðferðinni við upppeldi og húðflettingu dýranna lifandi, ekki skinnunum eða loðfeldunum.

Það er ótrúleg sú þörf manna að tjá sig án þess að hafa annað en rétt rennt yfir greinina og af þeim sökum misskilið hana sökum áhugaleysis en samt brennandi þarfar til að tjá sig um allt og alla hluti. Bara til að hafa skoðun hvort sem hún er rétt eða röng.

Nonnarinn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég styð Hönnu alveg í gagnrýni hennar á illri meðferð dýra og hennar gagnrýni á það órauninni ætti hún að vera með harðorða yfirlýsingu gegn fyrirtækinu sem framleiðir vöruna - við vitum reyndar ekert um hvernig þtta Marðar grey var drepið þó svo að margir Kínverjar séru grimmir og ómannúðlegir í framferði sínu segir það okkur ekki að allir kínverjar séu þaðeða vinni með þessum hætti.

Ef meðferðin er svona slæm segir þetta okkur ekki meira um fyrirtækið sem að lætur framleiða þessar vörur og styður svona vinnubrögð ánþess að þykast væntanlegavita af því? Já og þetta er íslenskt fyrirtæki hugsið ykkur eru forsvarsmenn þess fyrirtækis eitthvað betri en Kínverjarnir?

Nonnarinn segir: Bara til að hafa skoðun hvort sem hún er rétt eða röng.

Allar skoðanir eiga rétt á sér og því oft erfitt að vera að flokka hvað er rétt og hvað er rangt. Ef að mig langar að blogga þá blogga ég, rétt eins og aðrir. Það er svo fólki í sjálfvald sett hvort það les það eða ekki eða hefur skoðun á því eða ekki. Mérfinnst ekkert skemmtilegra en þegar fólk kemur eins og þið og tjáið ykkur - sammála mér eður ei - misskiljið mig eða ekki.

Ég er hjartanlega sammála því að grimmúðleg meðferð á dýrum á engan rétt á sér sama hvar er í heiminum, en þa er slæmttil þess að vita ef að Íslensk fyirtæki eru að versla við þá er þessa iðju stunda.

Gísli Foster Hjartarson, 3.1.2009 kl. 13:53

7 identicon

Geri ráð fyrir að ættingjar hennar viti hvað á ekki að gefa henni að ári! Rétt er það.

Verst er samt að það voru ekki ættingjar hennar sem gáfu henni þetta, heldur við skattborgarar. Þetta var jólagjöf Ríkisskattstjóra í ár.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:13

8 identicon

Kínverjar eru þekktir fyrir að geyma dýrin í búrum, draga þau út á afturfótunum, berja höfðinu á þeim í götuna, hengja þá upp á afturfótunum og flá af þeim skinnið á meðan þau geta sig hvergi hreyft, en sprelllifandi. Ef þeir sprikla of mikið þá eru þeir barðir í höfuðið með kylfu, svo er þeim hent í hrúgu af skinnlausum blóðugum búkum og enn lifandi - og liggja þeir þarna þar til lífið lekur út á mjög svo kvalarfullan hátt. 

Ég sá þetta fyrir mörgum mánuðum síðan og þetta situr ennþá í mér sem versta hryllingsmynd sem ég hef augum litið.

Heimurinn þarfnast uppvakningar til að hægt sé að gera e-ð í þessu.

Sandra (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:32

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gjöf frá Ríkisskattstjóra!!! Erum við farin að gefa gjafir fengnar á þennan hátt?

Gísli Foster Hjartarson, 3.1.2009 kl. 14:50

10 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Mér finnst þetta nú líka spurning um hvort dýrið sé alið til manneldis eða eingöngu til skinnaframleiðslu eins og refir og minkar.  Bróðir minn rak loðdýrabú á sínum tíma og fékk okkur yngri bræðurnar til að hjálpa til við að fjarlægja hrúgur af hræjum fyrir skoðun heilbrigðiseftirlitsins og hef ég alltaf fengið hroll þegar ég hugsa til þess að dýr séu ræktuð og drepinn eingöngu fyrir feldinn.  Ekki eins og við þurfum á honum að halda eins og eskimóar, indíánar eða ýmsir aðrir sem hins vegar nýttu allt sem dýrið gaf af sér.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 3.1.2009 kl. 14:58

11 identicon

Kína er stórt land og þar er mikið framleitt af alls kyns vöru. Hvað hafa menn fyrir sér að þessi skinn séu áf dýrum sem hafa þolað illa meðferð? Er eitthvað sem bendir til þess annað en að það séu dæmi um slíka meðferð á dýrum hjá framleiðendum í kína? 

Auðvitað má taka þessu sem fyrirfram gefnu, þ.e. að kínverjar (ca 1,3 milljarðar) séu allir vondir við dýr og allir feldir þar séu flánir lifandi af eigendum þeirra. En þá finnst mér þetta vera komið út í fordóma, því afhverju eigum við að gera ráð fyrir að kínverjar séu að eðlisfari vondir við dýrin sín?

kínapabbi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:39

12 identicon

Staðreyndin er sú að Kína er einn stærsti útflytjandi dýrafelda í heiminum. Eins og fram kemur í fréttinni þá er engin dýraverndunarlög við lýði þar. Þar ofan á bætist að viðhorf fólks til dýra er annað og mikið kapp lagt á að framleiðslan sé sem mest, án þess að feldurinn skaðist við deyðingu dýrsins, og útkoman er sú að almennt eru þar notaðar aðferðir sem, eins og Sandra bendir á, eru eins og teknar út úr verstu hryllingsmyndum. Þetta er almennt vitað og mörg fyrirtæki hafna þar af leiðandi feldum sem koma frá Kína. Ég vona að það að vakin sé athygli á þessu verði til þess að Cintamani og fleiri fyrirtæki geri það líka og kaupi sína feldi af aðilum sem viðhafa fallegri aðferðir við meðferð og aflífun dýranna.

Lilja (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:56

13 identicon

Auðvitað væri óskandi að fólk væri gott við dýrin sín en staðreyndin er sú að þessi dýr eru alin upp í þeim einum tilgangi að drepa þau og hirða af þeim afurðirnar. Auðvitað á fólk ekki að vera með "skepnuskap" og drepa dýrin á illgjarnan hátt. En þá kemur aftur að því hvað hlutirnir kosta. Og þá ættum við ef til vill að líta í eigin garð. Það vita allir íslendingar hvernig hvalveiðar eru stundaðar þar. Meðferð bæði Íslendinga og Færeyinga, sem á sér eflaust einhverja sögu, er eitthvað sem misbýður þeim sem ekki þekkja til.

Ég verð líka að segja að þessi ógeðfellda lýsing hjá Söndru hér að ofan á því hvernig farið var með dýrin fékk mig til að staldra við:

... draga þau út á afturfótunum, berja höfðinu á þeim í götuna, hengja þá upp á afturfótunum og flá af þeim skinnið á meðan þau geta sig hvergi hreyft, en sprelllifandi. Ef þeir sprikla of mikið þá eru þeir barðir í höfuðið með kylfu, svo er þeim hent í hrúgu af skinnlausum blóðugum búkum og enn lifandi - og liggja þeir þarna þar til lífið lekur út á mjög svo kvalarfullan hátt.   

Fyrir utan þetta með að berja þeim í götuna, þá hljómar þetta afskaplega kunnuglega fyrir alla sem hafa verið á sjó, þetta eru nákvæmlega sömu aðfarirnar. Ef okkur Íslendingum væri sagt að þetta væru nú ekki sérstaklega manneskjulegar aðfarir hverju mundum við svara?

1.) Fiskurinn er ekki vitsmunavera heldur auðlind.
2.) Þetta hefur alltaf verið gert svona.
3.) Það væri allt of dýrt fyrir okkur að tryggja að fiskurinn væri áreiðanlega dauður áður en hann er flakaður.

Kannski er fiskurinn ekki vitsmunavera og þess vegna allt í lagi að drepa hann á svona ómanneskjulegan hátt. Eru Marðarkettir vitsmunaverur? Það veit enginn (nema e.t.v. Marðarkettirnir sjálfir) en spurningin er farin að minna óþægilega mikið á það hvort hvalir séu vitsmunaverur.

Nú mætti eflaust segja að fiskurinn sé nú kominn upp á yfirborðið þannig að hann er hvort eð er dauður. En liði okkur betur ef við værum fullvissuð um að marköttunum væri drekkt ofan í vatnsfötu áður en að þeir eru verkaðir? Fyrir mér hljómar það sem jafn kvalafullur dauðdagi.

Mér finnst þess vegna að ef við ætlum að fara að gagnrýna ómanneskjulegar vinnsluaðferðir þá ættum við að byrja heima hjá okkur.

kínapabbi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:23

14 identicon

Það sem ég átti við Gísli er að þessi umræða hérna á vefnum er jafn furðuleg og svo margt annað sem bloggað er um.

Menn skrifa og skrifa bara til að skrifa ÁN ÞESS að lesa það sem þeir eru að blogga um. Að sjálfsögðu eiga allar skoðanir fullan rétt á sér og það á einnig við um skoðun dýralæknisins, eða er það ekki !!!

Það sem hún er að tala um er meðferð dýranna ekki hvort feldurinn er ekta eða ekki.

Ekki hvort hann er frá Kína eða ekki.

Ástæðan fyrir Kína er sú að þar er EKKERT eftirlit með þessu frekar en öðrum réttindum hvort sem um er að ræða menn eða dýr og því ekkert mark takandi á einhverjum pappírum sem hver og einn getur keypt þar úti.

Af þessum sökum gef ég allavega ekki neitt fyrir yfirlýsingu Cintamani um að þeir hafi pappíra um að þetta sé í lagi hjá þeirra "sláturhúsi".

Hilmar þessi dýralæknir er ekki að vinna hjá skattstjóra þannig að "við" skattborgarar gáfum henni ekki þessa jólagjöf. Þetta er eitt dæmið enn um að menn skrifa og hafa skoðun á hlutum sem þeir kynna sér ekki neitt en fullyrða samt.

Nonnarinn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:54

15 identicon

Best væri að sniðganga allar vörur frá Kína, ekki bara loðfeldi. Kínversk stjórnvöld fara illa með þegna sína og enn verr með þegna nýlenda sinna. Þeirra eini veiki blettur er efnahagurinn. Kína þarfnast Vesturlanda á sama hátt og Vesturlönd þarfnast Kína. Ef Vesturlönd myndu sniðganga vörur sem framleiddar eru í Kína, þá værum við að gera góðverk, því kínversk stjórnvöld myndu þá þurfa að endurskoða ýmislegt hvað varðar mannréttindi og réttindi dýra á yfirráðasvæði sínu.

Matthías (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:58

16 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég skil þig elsku Nonnari - stundum bloggar maður um hluti án þess að liggja þannig séð yfir þeim.

Ég styð líka elskulegan dýralækninn að vera að gagnrýna þetta þannig séð, þetta er þörf ábending, hún hefði reyndar mátt kveða sterkar að orði gagnvart framleiðandanum. Kínverjar eru að því er virðist alveg sér kapítuli í þessum ma´lum eins og t.d. mannréttindum, því miður. Hef þíó trú á að þetta lagist en hvort það verður gengið í gegn á meðan ég er á lífi skal ég ekki fullyrða um.

Að sniðganga Kínverskt er ein leið Matthías en að ná samstöðu um það gæti reynst erfitt en við getum byrjað og reynt að smita út frá okkur, þegar kemur að svoleiðis herferðum þurfum við væntanlega svona ábendingareins og elskulegur dýralæknirinn lét hafa eftir sér.

Gísli Foster Hjartarson, 4.1.2009 kl. 01:07

17 identicon

Nonnarinn: Reyndar rétt hjá þér að hún vinnur ekki þar. En samt jólagjöf frá Ríkisskattstjóra þar sem hún vann í verkefni fyir okkur í lok nóvember.

Ég vinn hjá Ríkisskattstjóra og fékk þessa flík einnig, ásamt öðrum hlutum.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.