Sýni samstöðu með mótmælunum...

...úr fjarlægð

Fordæmi framferði Ísraelsmanna og gengdarlaus morð á saklausum borgurum á Gaza svæðinu. Fordæmi líka sprengjuárásir Hamas á Ísrael.

Fólkið á þessu svæði á engan veginn skilið þetta framferði fram-á-manna á svæðinu. 


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það liggur fyrir að ofbeldislýðurinn ætlar að halda skemmdarverkunum áfram -

núna valda þeir fjárhagstjóni enn og aftur - og það vegna stríðs aðila í Austurlöndum

Sýnum samstöðu - setjum þetta fólk inn í fangelsin þannig að við fáum borgina okkar aftur til afnota.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:01

2 identicon

hvað í andskotanum græða þeir á að mótmæla við stjórnarráðið okkar ofbeldisverkum í miðausturlöndum? BULL BULL OG MEIRA BULL

hs (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef mótmælandur hefðu slett tómatsósu, matarlit eða eitthvað, sem hægt er að þrífa af, á stjórnarráðið í stað málningar þá stæði ég 100% bak við þá. Ég stend hins vegar ekki bakvið þá, sem ástunda skemmdarverk.

Sigurður M Grétarsson, 12.1.2009 kl. 09:08

4 identicon

Ólafur Hrólfsson. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að þú ert vitleysingur. Eftir að hafa lesið skrif þín um hernámið í Palestínu er ég komin að þeirri niðurstöðu að þú sért líka haldinn mannvonsku.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:09

5 identicon

Meira kjaftæðið, þessir hamas menn eru bara að notfæra sér fjölmiðlana sem mest. Ég er viss um að þeir hafi skotið á þessa UN bíla þannig að það myndi líta út sem ísrael hafi gert það. Eitt og eitt dautt barn, hvað hafa hamas skotið mörgum mortars yfir Ísrael, ég er ekki að réttlæta neitt en það eru bara svo margir ruglaðir útaf því að þeir hlusta á fréttir frá einni hlið. Ísraelsmenn við landamærin eru búnir að búa þarna í ótta í fjölda ára, við sprengjuárásir og þannig skít. Eins og fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Hvað eiga þeir að gera annað en að sprengja skotmörk sem eru í miðjum íbúðarhverfum þegar það er verið að skjóta mortars þaðan frá

Andri Ólafs (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:14

6 identicon

Það er ekki oft sem ég verð orðlaus yfir heimsku og skeytingarleysi mannanna um meðbræður sína en Andri, til hamingju, þér tókst það, ég er orðlaus.

Svo maður reyni nú að halda í bjartsýnina þá sé ég það helst jákvætt við þitt viðhorf að það er nógu heimskulegt og mannfjandsamlegt til að hvaða meðalgreindi 9 ára krakki sem er áttar sig á því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:24

7 identicon

Það er allt að því kátlegt að lesa heimskuleg komment Ólafs og Andra. Að enn sé til jafn illa upplýst fólk er alveg með ólíkindum.

Kæru mótmælendur, haldið ykkar frábæra starfi áfram. Þið eruð þjóð ykkar til sóma og það er alveg ljóst að ef einhverjir komi spillingunni burtu þá verði það þið.  

Þeir sem kalla vora mótmælendur ofbeldislýð,  ykkur óska ég slæmrar kreppu.

Hildur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:32

8 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Síðan hvenær er ekki hægt að þrífa vatnsmálningu??? Engin skemmdarverk voru unnin í þessum mótmælum. Annars er ég innilega sammála þeim Hildi og Evu.

Björgvin Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 10:13

9 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Þrífa vatnsmálningu af átti þetta að vera.

Björgvin Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 10:14

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það fer allt eftir því hvernig vatnsmáling það er og einnig hversu góð málning er undir. Ef málningin er þannig að það þurfi leysiefni eða málningarayðir til að ná henni af þá er hætt við því að hluti þeirrar málningar, sem er undir fari líka. Í slíku tilfelli gæti það þurft að mála aftur yfir það svæði. Ef langt er síðan húsið var málað síðast og málningin því orðin verðruð og búin að safna í sig drullu þá þarf í það minnsta að mála allan veggin eða jafnvel allt húsið með einni yfirferð.

Sé hins vegar um að ræða málningu, sem auðvelt er að þrífa af án þess að skemma þá málningu, sem er undir þá er það í raun svipað og að kasta tómatsósu eða matarlit á húsið. Hins vegar skil ég ekki af hverju fólk vill frekar kasta málningu en tómatsósu á húsið. Er líterinn af málningu ódýrari en líterinn af tómatsósu?

Ég vil þó taka það fram að ef um er að ræða efni, sem auðvelt er að þrífa af húsinu þá styð ég þessi mótmæli 100%. Hins vegar hljómar það verr að verið sé að kasta málningu en ef kastað er tómatsósu á hús þó það sé málning, sem auðvelt er að þrífa af því það hljómar meira eins og skemmdarverk að kasta málningu á hús heldur en ef tómatsósu er kastað á það.

Sigurður M Grétarsson, 12.1.2009 kl. 11:13

11 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

hehehe, takk fyrir greinargott svar Sigurður :)  Ég fékk reyndar rauðan lit á úlpuna mína þarna og næ því ekki af haha... en nota þá bara e-ð sterkara til að ná því af, ekkert mál.

Sama hverju var slett á húsið þá náðist það af án mikillar fyrirhafnar, horfði á manninn sem það gerði.

Fyrir utan það að þá er smá sletta af rauðum vökva á hús, tittlingaskítur í samanburði við það sem er að gerast á Gaza, en fólk verður að nöldra yfir einhverju, greyin.

Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.