16.1.2009 | 08:51
4 miða takk!!!
Já maður myndi nú ekki sleppa þessu tækifæri til að sjá þessa afbrags góðu hljómsveit. Ég reyndi að kveikja í þessari hugmynd fyrir einum 8 árum en það gekk ekki þá og gefið var afsvar en auðvitað eiga menn að reyna þetta - finnst það nú bara vel þess virði og er ánægður með framtak þessara peyja. Ég hef nú séð U2 12 sinnum á tónleikum og ætla mér að bæta aðeins við, eins og kannski 3 tónleikum ef þes er nokkur kostur og ekki væri verra ef einhverjir af þeim yrði á Íslandi. Nú eru menn byrjaðir að skipuleggja næsta túr og dagsetningar að byrja að leka út og því ekki seinna vænna en að ýta úr vör ef að menn ætla að vera með í slagnum. Talað hefur verið um að túrinn byrji á Spáni í lok júní ef að ég man rétt, þá má reikna með 2-3 mánuðum í Evrópu svo yfir til Ameríku og svo er von um að menn komi aftur til Evrópu að spila snemma sumars 2010 og inn í þetta plan verða menn að reyna að komast.
Ég er klár en þið.
Íslendingar safna 200 milljónum fyrir U2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annað eins kjaftæði hefur maður sjaldan séð. Þetta er svo 2007! Þessu liði væri betur stætt á því að safna 200 milljónum fyrir sundurtætt börn í Palestínu en til þess að borga öðrum eins uppskafningum fúlgur fjár fyrir koma hingað. Band með söngvara sem þykist einhver frelsandi mannúðar jesús hirðir hunduði milljóna til að væla um fyrir framan góðærislíð.
Hvílík helv...hræsni og sjálfbyrgingsháttur.
Gústa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:33
Kallaðu þetta það sem að þú villt Gústa mín.
Veit ekki betur en þessi söngvari sem þykist vera einhver frelsandi mannúðar Jesús hafi hjálpað til hér og þar í heiminum og sú upphæð er talin í milljörðum íslenskra króna - reikna með að framlag hans og samtaka á hans vegum til mannúðarmála er sennilega meira en íslenska þjóðin lætur af hendi á hverju ári, án þess þó að ég hafi talið það í krónum eða aurum.
En vissulega vill þetta lið fá sitt, það hefur aldrei vantað, en eflaust kostar líka sitt að ferðast með 200 manna hóp um heiminn og spila tónlist sem að, eins ótrúlegt og þér kann að þykja það hljóma, fólki greinilega líkar.
Svona erum við nú misjöfn - en ég er sammála þér að söfnun til handa bágstöddum í Palestínu, já eða hvar sem er í heiminum á alltaf rétt á sér - ekki er ástandið gott á mörgum íslenskum heimilum kannski eigum við að takast á við þann vanda áður en við dælum peningum til Palestínu?
Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2009 kl. 11:54
Mér finnst svolítið glatað af U" að heimta 200 millur til að koma til Íslands, meðan þeir ætla að spila ókeypis fyrir næsta forseta USA.
Ívar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:05
Ég myndi borga 9-20þ fyrir miðann. Dugar það ef allir hugsa eins?
Birgir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:54
Sögðu þeir að þeir vildu 200 milljónir? Ég er ekki viss um að það þurfi svo háa upphæð - en há þarf hún að vera.
Já Ívar menn gera ýmislegt fyrir auglýsinguna, veitekki hversu mikil auglýsing það er að spila á Íslandi, nema að þeir segjist vera að koma að spila frítt fyrir gjaldþrota þjóð!!!! En þá er kannski nær að halda tónleikana erlendis selja inn og gefa ákóðann til styrktar fátækum Íslendingum
Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2009 kl. 15:27
ég á í innri baráttu...200 mills...
fátækir íslendingar
U2 og ég...geðveikt
Aldís Gunnarsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.