18.1.2009 | 20:13
Til hamingju Eygló
Þetta fór eins og ég hélt - öruggur sigur - og ný framvarðarsveit tekin við völdum hjá Framsókn! Eyjamanneskja svo hátt sett innan Framsóknar!!! Á dauða mínum átti ég von en.......
Hvð gerist svo hjá íhaldinu ætli þar verði einhverjar hrókeringar? Er hræddur um að flokkurinn sá sé í skondinni stöðu með þjóðina á hælunum, undir þeirra stjórn, ef að engar breytingar verða. Það segir manni það eitt að þetta lið er í tómu tjóni, menn hljóta að fara fram á að þar verðir hrókeringar, hvernig ætla menn annars að öðlast traust til að takast á við þann gríðarlega vanda sem framundan er? Menn ætla kannski að keyra bara áfram á sama liðinu? Það sama á við um Samfylkinguna þar þurfa menn líka að taka spilastokkinn og gefa upp á nýtt eftir hörmungarnar - Framsókn er búin að stokka, hvað það færir þeim kemur í ljós siðar.
Eygló Harðardóttir ritari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já til hamingju Eygló. Æ elskan kíktu nú á Giftarmálið og svona eitt og annað. Ég treysti þér.
axel (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.