Breytingar hjá VG...

... er það ekki annars? Ég held að þarna hljóti líka að verða uppstokkun eins og hjá öðrum og VG komi í slaginn með eitthvað af nýju fólki innan borðs þegar að skútan siglir til móts við Nýja Ísland. Ég treysti mér ekki til að komameð nein nöfn að svo stöddu en skal alveg viðurkenna að ég er farin að spáog spekúlera hvaða nöfn frá Eyjum geta farið á framboðslista allra flokka en bíð aðeins með að koma fram með nöfn, fram yfir helgi allavega - dettur kannski einhver fleiri nöfn í hug um helgina.

Var reyndar spurður af því af mætum manni um síðsutu helgi hvort að ég ætlaði að bjóða mig fram til að taka þátt í mótun Nýja Íslands - fyrir hvaða flokk vissi ég ekki ekki frekar en spyrillinn, en ég er spenntastur fyrir því að einstaklingar geti boðið sig fram ef svo verður þá er ég tilí að skoða það!


mbl.is Landsfundur VG í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... nöfn frá Eyjum segirðu. Er ekki nóg fyrir ykkur að hafa Árna Johnsen? Hann er 10 manna maki karlskrjóðurinn.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þú segir nokkuð - það má alveg skipta honum út, svo eru nú Eygló Harðar og Lúðvík Bergvins þarna líka. EN það hljóta að koma einhver ný nöfn fram í dagsljósið. Árni Johnsen er klárlega partur af gamla Íslandi, eða á maður að kalla hann part af nýja Íslandi af því að hann hefur þó setið af sér eitthvað af sínum afglöpum.

Gísli Foster Hjartarson, 23.1.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

þetta verður spennandi...

Aldís Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.