1 lið í deildinni?

Bíðið nú aðeins við - Hvað er eiginlega í gangi? Valsmenn moka bara upp leikmönnum, rétt eins og á góðri loðnuvertíð - gott ef að útgerðarkostnaðurinn hjá þeim er ekki líka að verða eins og hjá góðri loðnuútgerð!!! Það er nú samt sennilega þannig að fjárfesting Valsmanna í þessari nót sem leikmenn eiga að mynda til þess að ná Íslandsmeistaradollunni í hús er sennilega orððin þó nokkuð dýrari en góð loðnunót. Ekki efa ég þó að góð loðnunót sem bleytt er í sjó á vertíð skilar margfald betri tekjum en þær er Valsnótin skaffar!!!

Það er eins gott að menn standi sig á vellinum í sumar og næli í titla og árangur í Evrópukeppni því annars er ég hræddur um að það fari fyrir þeim eins og maður heyrir um sum fyrirtæki í dag - greiðslustöðvun og svo gjaldþrot!!!!


mbl.is Guðmundur Viðar Mete í Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Já það er asskoti sárt að horfa upp á þessi lið reyna að kaupa sér titla dýrum dómum. Mitt lið Keflavík hefur ekki úr þessum peningum að spila og ég er ansi hræddur um að okkar möguleiki á stóra titlinum hafi farið út um gluggann i fyrrahaust og hann sjáist ekki meir á næstunni. Valsmenn að styrkja sig svona skuggalega, FHingar firnasterkir með nánast óbreytt lið frá fyrra sumri og KRingar hafa verið að styrkja sig verulega líka. Þannig að ef þessi 3 lið raða sér ekki í 3 efstu sætin þá yrði það bara stór skandall fyrir þjálfara þeirra liða.

Gísli Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 12:20

2 identicon

Misstum 10 menn frá í fyrra þannig að þessir 8 sem komnir eru í staðinn er bara rétt bót á það.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já nafni ég er sammála þér með þetta, það verður skandall ef að eþssi 3 lið verða ekki í 3 efstu sætunum - enda langmestu tjaldað hjá þessum liðum. Við Eyjamenn hljótum að stefna á það á fyrsta ári aftur í efstu deild að halda því sæti og reyna svo að byggja ofan á það og vonandi gengur það eftir.

Bjöggi eitt er að missa leikmenn annað að fá - hitt er svo líka af hvaða styrk þeir leikmenn eru sem farið hafa og svo af hvaða styrk þeir eru sem komið hafa. Með fullri virðingu þá held ég að það halli aðeins á þá er farið hafa - styrkurinn sem kominn er er mikill og góður, allavega í venjulegu árferði.

Gísli Foster Hjartarson, 4.2.2009 kl. 13:06

4 identicon

Já ég átta mig fyllilega á því að það er ekki hægt að horfa eingöngu á fjöldann. En á meðal þeirra manna sem við höfum misst eru Pálmi Rafn og Birkir Már, einnig mikill missir af René Carlsen og Rasmus Hansen var sterkur seinni hluta móts að ógleymdum Gumma Ben. En já ég er sáttur við þann liðsstyrk sem hefur komið í staðinn og vona að við endum ofar en í fyrra.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Söknuður í Gumma Ben sem og Pálma Rafni og Birki Má. Pálmi Rafn átti frábær tímabil hjá Val. En það verð ég að segja að mestur finnst mér fengurinn í Ian Jeffs en tek það strax fram að ég er ekki hlutlaus þegar að því kemur enda flutti ég hann inn til landsins á sínum tíma - klassaleikmaður sem að ég vona að blómstri í sumar

Gísli Foster Hjartarson, 4.2.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.