Hrefnukjöt er fínt

Það verð ég að segja að mér líkar hrefnukjöt alveg ágætlega, við hjónin höfum stundið boðið upp á þetta í matarboðum og þá nánast ávallt án þess að gestir viti um hvaða kjöt er að ræða og undantekningarlaust hefur kjötið fengið góða dóma og fólk verið alveg gáttað þegar að það fréttir hvaða kjöt var um að ræða. Ókei það eru ekki stórir markaðir í heiminum fyrir þetta að því er virðist vera en ég held að við getum gert meira úr innanlands neyslu og því skyldum við ekki reyna það og skjóta einhver kvikindi á ári. Að sjálfsögðu ber okkur að ganga vel um hvalastofna eins og aðra dýrastofna sem að við höfum, en það táknar ekki að við getum ekki nýtt okkur stofnin að einhverjuleyti til manneldis.
mbl.is 95 milljóna gjaldeyristekjur af hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hrefnukjöt er bara snilld.  Það jafnast alveg á við nautakjöt.  Það er td frábært að skera það í þunnar sneiðar og snöggsteykja það á grlilli. Eins að skera það í þynnri sneiðar og dýfa því í wasabi og soyja blöndu. 

Svo er fullt af uppskriftum inn á http://www.hrefna.is/ 

Hrefnukjöt var uppurið úr búðum sirka mánuði eftir að það var hætt að veiða í haust svo það er fullt af markaði fyrir hrefnukjöt hérna innanlands.

Jón Á Grétarsson, 11.2.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband