13.2.2009 | 12:37
Hvað gera menn nú
Þetta er stór biti fyrir KSÍ og félögin og það verður forvitnilegt að sjá hver næstu skref verða í þessum málum.
Samningur Landsbankans hefur verið gríðarlega góður og ég stórefa að annar eins styrktaraðili finnist á næstu árum, en vona þó að svo verði.
Engin Landsbankadeild í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lehman Brothers bankinn gæti komið sterkur inn núna.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:54
he he
Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2009 kl. 12:58
"KSÍ hefur undanfarin ár framselt útsendingar- og markaðsrétt vegna íslenskrar knattspyrnu til þýska fyrirtækisins Sportfive. Þýska fyrirtækið hefur síðan endurselt bankanum markaðsrétt á efstu deildum karla og kvenna."
Hvers vegna var þessi leið farin í samningsgerðinni? Afhverju var verið að flækja málið og flytja óþarfa fjárhæðir út úr landinu?
Haraldur Pálsson, 13.2.2009 kl. 14:04
uhm það er augljóst???
Það koma t.d. mun meiri peningar hingað inn í knattspyrnuna frá Sport5 heldur en nokkurn tímann hinum mjög svo vel settu fjölmiðlafyrirtækjum 365 og tala nú ekki um gróðamaskínuna RÚV.
En hvernig væri annars Seðlabankadeildin...
ólinn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:13
Hlöllabátadeildin.
Karl G. (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:33
Reyndar væri sniðugt fyrir stjórnmálaflokkana að kaupa auglýsingaréttinn.
FRAMSÓKNARDEILDIN er alveg málið. Ekki satt?
Karl G. (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.