Öll stóru liðin.....

....að verða eign útlendinga - og West Ham líka - Þetta hlýtur að vera sorgarsaga fyrir enska boltann. Man Utd, Liverpool, Chelsea, Aston Villa, Man City í eigu útlendinga og Arsenal á leiðinni þangað, minnir nefnilega að sú saga gangi að Nina Bracewell Smith hafi verið við það að selja Usmanov sinn hlut og þar með yrði hann komin með yfitöku rétt og þar með eitt liðið farið í viðbót úr höndum enskra. - Usss ekki líst mér á þetta - Er ekki frá því að það sé kominn tími til að skoða hugmyndir Platini af fullri alvöru og jafnvel helypa einhverjum af þeim í gegn.

Hvernig var það var það kannski Ameríkana sem var kominn yfir stóran hlut í Everton, þessi sembauð Stallone á völlinn eða varð aldrei neitt úr því? Já og er ekki meirihluta eign Sunderland írsk, og kannski eitthvað meira sem að ég man ekki í augnablikinu. 


mbl.is Usmanov eignast meirihluta í Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það er sagt að þú hafir gert tilboð í Crewe???

Halldór Jóhannsson, 16.2.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

He he - ekki enn en er alltaf í góðu sambandi við ákveðið fólk hjá því litla en ágæta félagi, spurning hvort að ÍBV reynir að halda áfram samstarfinu við félagið varðandi leikmenn, það efur reynst okkur vel síðastliðin 6 ár að geta leitað þangað.

Gísli Foster Hjartarson, 16.2.2009 kl. 21:06

3 identicon

sá sem á 25% í félagi á ekki meirihluta félagsins. döpur fréttamennska

st.geir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Alls ekki rétt en við það að eignast 29%, ef að ég man rétt, þá getur hann gert yfirtökutilboð til allra - ekki yfirtöku skylda held ég en heimild til að gera yfirtökutilboð í félagið og þess vegna eru margir gamalgrónir hluthafar í félaginu á tánum og vilja alls ekki að hann komist í  þá stöðu.

Gísli Foster Hjartarson, 17.2.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband