Þurrskreyting!!!

Þá er þetta ágæta fólk búið að gefa frá sér framboð, þar á meðal einn af þeim sem margir höfðu nefnt til sögunnar undir nafninu: sá sem gengur með þingmanninn í maganum (Elliði Vignisson)

Ljóst er því að það virðist ekki eiga að fá mikið af nýjum frambjóðendum inn í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum Ef Kjartan Ólafsson, Árni Johnsen og tala nú ekki um Árni Matt fara allir fram er ljóst að listinn gæti orðið líkari gamalli þurrskreytingu heldur en lista sem virðist stefna á að vera í fararbroddi á þessum tíma þar sem að kröfur um breytingar eru miklar. Eyþór Arnalds, sá mæti tónlistarmaður, ferðast um með misgóð afrek úr fortíðinni og það verð ég að segja að mér brá þegar að Unnur Brá tók stefnuna aðeins á 2 sætið - ung fersk kona sem var ofarlega eftir síðusta prófkjör, ég hefði haldið að hún stefndi á toppinn í þetta skiptið. Grímur Gísla á nú eftir að gefa út sínar hugmyndir um stöðu. Árni Árnason stefnir á fjórða sætið. Bendi hér á 3 nöfn sem draga mætti á flot Ragnhildi E. Árnadóttur þingkonu, Martin Eyjólfson, starfsmann í utanrikissráðneytinu,  og svo Auði Finnbogadóttir viðskiptafræðingur úr Garðinum - hvort þau 2 síðast nefndu hafa yfir höfuð nokkurn áhuga á að blanda sér í þetta veit ég ekki en veit bara að þarna er á ferðinni 3 aðilar mjög svo frambærilegir sem myndu sóma sér vel á toppi listans.

Íris Róberts hefur ekkert gefið út en skilst mér, en ef hún ákveður að fara fram vona ég að hún stefni hátt,

Það held ég að flestir sjái að þurrskreytingin mun ekki líta vel út á kjörseðlinum.


mbl.is Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka ekki þátt í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður og sæll Gísli minn. Ekki veit ég hvar þú stendur í pólitík, en mér finnst þú hafa af því of miklar áhyggjur hvaða fólk velst fyrir Sjálfstæðisflokkinn hérna í Suðurkjördæmi. Mitt álit er, að hver sá sem  velst á lista hjá þeim sjöllum eigi engir það skilið að vera skilað inn á þing, jafnvel þó um væri "bjargvættinn" góða úr fótboltanum að ræða.  Flokkurinn ræður för Gísli minn þannig að, ef einhver góðmenni ratast á listan hjá þeim, mega þeir sín einskis. Og það sem vegur þyngst í mínum huga, er að þessi flokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist, að gera okkur Íslendinga að hálf gerðum "stafkörlum og konum" í allt of langri stjórnartíð sinni síðast liðinna  ára. Ég segi bara , megi Sjálfstæðisflokkurinn hvíla í friði um ókomin ár. Megir þú Gísli minn hafa það ávallt sem best.   

Þorkell Sigurjónsson, 18.2.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Þorkell minn. Ég vil nú bara sjá að tekið verði til þarna, sem og annars staðar. Er alveg sammála þér að það er komin tími á að flokkurinn hvíli sig - hann er allsstaðar innundir - en ég vonast samt til þess að gott fólk bjóði sig fram fyrir hönd flokksins - gott fólk það er þá það sem að ég tel gott fólk, fólk er nú ekki alltaf sammála mér og það erí góðu lagi. Það er kominn tími á að stokka samfélagið upp á nýtt og sjá ljósið - Helvítin sáu til þess að skútan sigldi í strand enda ekkert nema já-menn um borð sem sáu góðæri í hverju horni, sem margir aðrir sáu ekki - hálfgerður tremmi hjá þessum elskum.

Það kemur sér vel Þorkell að maður hefur fótboltann til að eltast við!!!

Gísli Foster Hjartarson, 18.2.2009 kl. 13:50

3 identicon

Sæll Gísli.

Geri mér ekki fyllilega grein fyrir eftirspurninni, en eftirfarandi málsgrein hefdi ég sleppt í þeirra sporum.

 " Ákveðnir stjórnmálaflokkar stefna leynt og ljóst að ákvörðunum sem kunna að stofna framtíð Vestmannaeyja í hættu. Klær kreppunnar ná því miður til Vestmannaeyja eins og annarra staða. "

 Annad hvort hefir greinarhöfundur verid vansvefta allt of lengi, eda þá sofid Þyrnirósarsvefni sídan um mitt sídasta ár.

 Kv. fóv.

Fribjörn Valtýsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Friðbjörn nágranni minn

Það hafa margir vellt vöngum yfir þessari yfirlýsingu og ég fékk mjög sérstakt bréf frá kunningja mínum, sem er Sjálfstæðismaður, í morgun þar sem að hann fjallaði um þessa yfirlýsingu og kom með skemmtileg komment - er heima núna en bréfið niðri í vinnu - getur verið að ég leyfi mér að setja brot af svarinu hér inn seinna ef að þannig stendur á hjá mér.

Þetta með framboð og eftirspurn er oft háð því við hvern maður talar, en ég hefði líka viljað sjá Íris Róberts stefna á toppinn fyrst hún gefur kost á sér - það er eins og það sé verið að bíða eftir því að einhver ás bjóði sig fram sem engin mun hrófla við - hver veit! Nema að það sé almenn ánægja með störf þeirra sem setið hafa á þingi! - það skyldi þó ekki vera!

Gísli Foster Hjartarson, 18.2.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband