18.2.2009 | 20:24
Bjarni Hólm - takk fyrir mig
Ég vil þakka vini mínum Bjarna Hólm fyrir þann tíma sem að við höfum átt saman í Eyjum síðan að ég stóð á bak við það að fá hann til ÍBV á sínum tíma, eftir að hafa misst af honum til Fram þar á undan. Góður drengur Bjarni, og fyrirtaks knattspyrnumaður, og á allt hið besta skilið. Um leið og ég vil fyrir mína hönd þakka honum fyrir sitt framlag til ÍBV, óska ég honum velfarnaðar á nýjum slóðum, en leyfi mér þó að bæta við að það er í góðu lagi að eiga slæma leiki gegn ÍBV.
Takk fyrir mig Bjarni minn.
Bjarni Hólm til Keflvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei nei nafni, það kemur ekki til greina að drengurinn fái að eiga slæman dag gegn ykkur. Annars er maður farinn að fá í sig léttan fiðring fyrir sumarið. Ég er nú álíka bjartsýnn fyrir þetta sumar og ég var fyrir síðasta tímabil. Ég er bara hræddur um að FHingar séu með svo þétt lið að við þeim verði ekki hróflað þarna á toppnum eins mikið og maður óskar þess að ná þessum titli.
Gísli Sigurðsson, 18.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.