Margt gott og áhugavert

Það kom þarna margt áhugavert fram og Davíð skaut góðum skotum að mínu mati til þeirra er sitja á þingi sama hvar í flokki það situr. Ég er hjartanlega sammála honum um að það er ekki verið að berja þjóðina saman og hefur ekki verið gert frá hruninu - það er hver og einn að bjarga sínum rassi - það er fullt af hlutum sem ekki er verið að sinna, eða ekkert er að gerast í.

Gott fannst mér innlegg karlsins um að menn hefðu lofað að velta við hverjum steini - en ekkert að gerast - og ég hygg menn að missa þetta úr höndunum. Menn hafa ekki brugðist nærri nógu hart við eins og almenningur veit en pólitíkusar skynja ekki. Davíð tók þarna marga af lífi ogég er ekki frá því að Þorgerður Katrín og Árni Matt hafi þarna dottið í sjóinn - þannig skyld ég þetta og er sammála honum, reyndar er greinilega fullt af öðru liði sem að hann tók "þarna af lífi", án þess að nefna nöfnen nú munu kröfurnar á hertar rannsóknir aukast.

Það sem að hann nefndi varðandi Landsbankann og það í Englandi er nú svo sem það sem margan hefur grunað, og hann virðist vita.

Ég er nú ekki alltaf ángæður með Davíð frekar en aðra - me the grumpy old man - en tek undir margt sem að hann sagði þarna en....

...fannst karlinn alltof oft líta á spurningar Sigmars sem árásir hans á sig en margar þessar spurningar eru spurningar sem fólkið í landinu hefur verið að spyrja sig og gagnrýni sem sett hefur verið fram því átti karlinn bara að svara eins og vera ber en ekki líta á Sigmar sem einhvern sendiboða válegra tíðinda - Sigmar er bara í vinnunni, Davíð reyndi meira að segja ða nota tækifæri til að klekkja á Sigmari - þar er á verð meyr karl.

Sem sagt Davíð var fínn í þessu viðtali en var stundum eins og í stríði við Sigmar í stað þess að svara bara og tækla þa´gagnrýni sem að hefur dunið á honum, sú gagnrýni er vafalaust ekki alltaf réttmæt en það er ekki Sigmari að kenna.

Í framhaldi af þessu viðtali hlýtur þjóðin að heimta hertar aðgerðir gegn liðinu sem stal æru þjóðarinnar, enda er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar.

 


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það sem ég sá var hann fínn...en margir segja hann leikara....og verða ekki bara enn harðari árasir á hann...Sofðu rótt...og farðu þér hægt í nammiátið á morgun...

Halldór Jóhannsson, 24.2.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

He he - læt nú börnin um nammiátið svo mikið er víst - ég er einn af þessum leiðinlegu banna þeim að syngja og læt þau fá nammi og segi þeim að frífa síg út að safna meira :)

Nei varla fór hann að benda á þetta lið sem leikari - en kannski er hann að hefna sín? EN ég t´rui mörgu af því sem hann sagði, en hvernig lítur fólk eins og varaformaður flokksins út núna þau hjón voru klárlega partur af þessu fyrirgreiðslu liði í bönkunum og í pólitík og svo eru margir í viðbót á einhversstaðar mail sem að ég fékk þar sem taldir eru upp aðilar sem sagt er að Davíð hafi skot á á meðal þeirra minnir mig að hafi verið m.a. Björgvin G og Lúlli Bergvins. og Siv

Gísli Foster Hjartarson, 24.2.2009 kl. 23:20

3 identicon

Davíð er góður betri bestur!

Addi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband