25.2.2009 | 09:42
Gæti jafnað deildina
Þessar breytingar gætu orðið til þess að deildin jafnaðist aðeins. Valsmenn hafa reyndar verið duglegir að versla inn og hafa bætt við sig góðum spilurum en hafa reyndar líka misst menn frá sér. KR-ingar hafa verið að versla meira en þeir hafa misst, en hljótt hefur verið um FH, hræringar hafa verið hjá Keflavík. Það gæti því orðið gaman að sjá hvernig eþtta fer allt af stað og kannski sjá menn eitthvert lið koma til leiks og slá í gegn, sem er ekki verra fyrir deildina.
Flest lið eru að draga aðeins saman seglin, enda það hið eðlilegasta miðað við árferðið, en það verður vonandi til þess að þau lið sem hafa öflugt yngra starf taka sínu bestu spilara þar og gefa þeim tækifæri, þannig gæti orðið góð og mikilvæg endurnýjun í deildinni.
![]() |
Tæp fjögur lið horfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.