26.2.2009 | 02:29
Ekkert óeðlilegt við þetta!
Hvoru tveggja fótboltinn og kókaínið tengjast hvítum línum og háum fjárhæðum, sem segir okkur að tengslin eru þó nokkur!
Ég þessi mikli knattspyrnuunnandi hef nú löngum sagt að knattspyrnan sé með spilltari íþróttagreinum veraldar, er nú svo sem ekkert einn um þá skoðun, enda margt msijafnt sem gengur á í hinum og þessum löndum og oft á tíðum ótrúlegir hlutir sem tengjast félögum, leikmönnum, umboðsmönnum og jafnvel stjórnarmönnum hjá UEFA og FIFA - við höfum jafnvel séð heilu sjónvarpsþættina gerða um ótrúlegustu málefni er tengjast tuðrusparkinu - því ætti þetta þá að koma á óvart? Maður hefur meira að segja orðið vitni að svona léttum "spillingartilburðum" bæði hvað varðar stjornarmenn liða sem og umboðsmenn, já og umboðsmenn reyndu meira að segja á sínum tíma að draga mann inn í að þyggja peninga þegar maður var að leita að leikmönnum fyrir ÍBV, rétt að taka fram að þetta voru erlendir umboðsmenn, gegn því að maður tæki þeirra leikmenn! Þegar þessi mál eru stundum rædd þá vitna menn alltaf í svörtustu Afríku og Suður Ameríku þegar spillingu ber á góma en hún þrífst víðar í knattspyrnuheiminum en þar. Það er meira að segja svo að hún þrífst á þessum stöðum af því að vesturlöndin taka þátt í fjörinu.
Gæfulegt getur það samt ekki talist ef að menn eru farnir að taka þátt í verslun með kókaín!
Spillinguna í þessari atvinnugreinin er oft bara ekki minnst á þó svo að menn viti af henni en kannski er kominn tími til að tekið sé fastar á henni en gert hefur verið rétt eins og það þarf að taka á þeirri spillingu sem grasserað hefur á Íslandi síðsutu ár og jafnvel áratugi - við ættum kannski að byrja á að taka til í eigin garði áður en við förum að skammast út í aðra, af nógu virðist vera að taka, þó að stundum líti út eins og menn virðist vera að reyna að aðhafast ekki neitt!!!
FIFA bendlað við kókaínmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vilja þeir ríku bara ekki verða ríkari? Ný sannindi og gömul. Maradonna var nú lengi vel "poster-boy" fyrir kókaínneyslu knattspyrnumanns - því ætti þetta að koma hugsandi fólki á óvart?
Svo eru settir milljarðar á milljarða ofan í að reyna að útrýma þessu, í stað þess að taka af því gjöld og setja aftur í heilbrigðiskerfið. Ekki hefur nærri aldargamalt bann komið í veg fyrir framleiðslu og neyslu, svo mikið er víst. Aðeins búið til gráðuga glæpamenn sem svífast einskis til að vera sér út um örlítið meiri aur. Fáránlegt.
Skorrdal (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.