Hvað er Vestmannaeyjabær að vilja upp á dekk?

Myndi gjarna vilja sjá hvaða ástæðu Vestmannaeyjabær sér í að eyða úr sjóðum bjæarins í að kaupa hlutafé í Sparisjóðnum, sé rétt með farið í fréttinni. Mér sýnist menn nú eiga nóg með að reka bæjarfélagið og að þeim peningum væri betur varið í brýnni samfélagsverkefni að að fjárfesta í Sparisjóðunum.

Ég veit að bærinn keypti hlutabréf um daginn í sjóðnum - fyrir 13 milljónir ef að ég man rétt, gaman væri líka að fá upplýsingar umhversu stór sá hlutur var og ef hægt er að sjá á hvaða nafnvirði þessi bréf voru keypt. Ég skyldi ekki þessi kaup, en það er svo sem óeðlilegt að ég skilji ekki svona gjörðir enda ég ekki með eninar gráður í þessum fræðum sem hlutabréfa kaup og svoleiðis brask eru.

Ætli maður fái svör við þessum spurningum.


mbl.is Stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband