Það þarf endurnýjun

Það þarf meiri endurnýjun! Eru skilabðin á þessum síðustu tímum, ég sé ekki fram á of mikið af nýjum nöfnum þarna en málið er kannski að fólk er orðið ansi þreytt á þessum flokkaskrímslum sem eru í gangi og vill sjá eitthvað nýtt - svona svipað og ýmsar pælingar eru um að nöfn verði í stafrófsröð og maður velji sín nöfn - ég vil hafa slíkt yfir allan kjörseðilinn - þ.e.a.s. ef að ég fæ seðilinn í hendurnar (eða tölvuskjáinn) þá get ég t.d.valið þá 7 aðila sem að ég vil kjósa á seðlinum alveg óháð flokkum - t.d. ef 7 sæti eru í boði get ég merkt við t.d. 5 Sjálfstæðismenn, 1, Vinstri-grænan og 1 Frjálslyndan og þessir einstaklingar fá atkvæðin og 7 atkvæðamestu fara á þing. -þannig ´se ég þetta fyrir mér í framtíðinni. Ég vil t.d. að Vestmannaeyjar verði tilraunasveitafélag í slíkum kosningum í næstu bæjarstjórnarkosningum - hvað öðrum finnst er allt annað mál.
mbl.is 20 bjóða sig fram fyrir Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Vil bara fá einræðisherra..eða góða frú.....Góða nótt.

Halldór Jóhannsson, 1.3.2009 kl. 23:26

2 identicon

Gísli minn, mikið hljóta Vestmannaeyingar að sjá eftir að hafa ekki fylgt eftir sjálfstæði sínu og sleppa við að súpa úldið seyði bankahrunsins með íslenskri þjóð, ekki satt? Það væru þið í draumasamningsstöðu gagnvar fasta landinu núna. Annars er hugmyndin þín góð. Legg þó til að Mosfellsbær fái að fljóta með. Nær Kraginn ekki út í Eyjar?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

He he he Einar veit ekki hvort sjálfstæði hefði dugað okkur, það á nú eftir að gera upp margt íþessu hruni og ég þekki ekki alveg nógu vel hvernig útgerðirnar okkar standa, eða munu standa eftir að búið er að gera upp öll þessi bankamál, við heyrum sögur um að útgerðin í landinu sé mjög illa stödd og á því lifum við Eyjaskeggjar og því gæti það hitt okkur mjög harkalega ef illa fer. Ég er meira en lítið til í að láta Mosfellsbæ fljóta með í svona tilraun.

Gísli Foster Hjartarson, 2.3.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.