6.3.2009 | 23:52
Er þetta há upphæð?
Voru ekki þeir sem að fengu bankana okkar gefins á lána sér personulega fleiri milljarða á kostnað okkarþegar uppi er staðið. Ég ætlast til þess að stjórnlagaþing skili þjóðinni árangri, betra samfélagi og skýrari reglumum alla mögulega hluti og því tel ég að þetta sé ekki há upphæð miðað við það sem hægt er að koma í framkvæmd, en því er ekki að neita að það hlýtur að fara um menn eins og Birgi Ármannsson þingmann því kannski verður stjórnlaga þing til þess að hann gæti misst vinnuna semþingmaður og orðið að hverfa aftur á fyrri slóðir.
Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli : ekki fara niður á þetta plan, Birgir er einfaldlega að benda á hvað svona lagað kostar, auðvitað á að fylgja frumvarpi til laga gróf kostnaðaráætlun, ekki mundir þú samþykkja viðgerð á þakinu á blokkinni hjá þér sem hljóðaði upp á, það að verktaki ákveður að verki loknu hvað skal greiðast????????????
Magnús Jónsson, 7.3.2009 kl. 01:36
Já Magnús get svo sem fallist á þetta hjá þér, en lít nú kannski ekki alveg á þetta eins og að láta laga þakið hjá mér. Auðvitað þurfa menn að setjast þannig séð yfir kostnað í þessu eins og öðru en miðað við það umfang sem að ég reikna með af þessu verki þá er ég ekki svo viss um að þettaséu svo rosalega háar fjárhæðir, en svo er hitt að ég einhvern veginn sé þetta Stjórnlagaþing einhvern veginn ekki ná sér á flug finnst eins g við stefnum nú i kosningar svo taki við tímar í svolítð lausu lofti og þetta ýtist aftar og aftar, ákafinn í að koma þessu á veltur kannski líka á því hverjir verða í stjórn, er ekki eins viss um að allir séu jafn áhugasamir um þetta.
Gísli Foster Hjartarson, 7.3.2009 kl. 07:29
Gísli: ég óttast að þú hafir rétt fyrir þér, hvað varðar að þessu verði ýtt aftar og aftar, pólitíkusar vilja ekki að þeirra völd verði rýrð.
Magnús Jónsson, 7.3.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.