Ertu búin að endurnýja?

En og aftur koma Framsóknarmenn með endurnýjun í sínum prófkjörum og re það vel. Sjálfstæðisflokkurinn talar um að þeir verði í raun þeir einu sem endurnýji hjá sér!!!! hvernig svo sem það má vera, það verður gaman að sjá hvað gerist í prófkjörum helgarinnar eftir það geta menn virkilega farið að tala um hvort mikil endurnýjun sé í gangi eða ekki.

Það er í boði slatti af fólki sem að mér personulega finnst að hefði ekki átt að bjóða sig fram í ljósi frammistöðu sinnar til þessa og tengsla vð það hrun sem átti sér stað en fólki er að sjálfsögðu heimilt að bjóða sig fram en það er svo kjósenda í prófkjörum að velja og hafna - við skulum sjá hver staðan verður eftir helgina.

En til hamingju með þennan árangur Gunnar Bragi, gaman að sjá að sá sem að í mínum huga ruddist inn í kjördæmið með látum, Guðmundur Steingrímsson, náði þó ekki að sigra en ég held að hann geti nú samt vel við unað. Kristinn H Gunnarsson les svo væntanlega rétt út úr tölunum í þessu prófkjöri?


mbl.is Fyrst og fremst þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Já fyrst þú nefnir það, ég er búinn að raða á listann!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.3.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.