Alfarið hans val!

Þetta er alfarið val Bubba hvort hann hyggst halda áfram að gefa út tónlist á diskum eða ekki - alltaf þótt hann bestur á tónleikum.  Hvernig menn ætla að koma í veg fyrir allar þessir skriftir á geilsadiskum veit ég ekki, kannski verður þetta eins og Bono sagði að það verði ekki fyrr en kvikmyndarisarnir í Hollywood fara virkilega að finna fyrir þessu að eitthvað verður gert.  Fólk fylgir ekki alltaf reglum, voðum og bönnum. Fólk er á kafi í fíkniefnum t.d. sem er ólöglegt en á endanum kannski lærir það og hættir þessu kannski verður það eins með að skrifa tónlistardiska?  Getur verið að verðin séu of há? Ég á t.d. fleiri hundruð diska, og þúsundi LP platna, en er nánast hættur að kaupa diska nema það sem að mig langar virki virkilega í, kaupi reyndar DVD tónleika en, og þar er verðið stór þáttur - og ég hef grun um að svo sé með mjög marga.

Við sjáum hvað kóngurinn gerir


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Söluhæsti tónlistarmaður landsins kvartar yfir að enginn kaupi tónlistina hans.

Er það bara ég eða er einhver fáránleiki í því?

Bubbi virðist ekki skilja að afrit þýðir ekki töpuð sala, eins og sjá má á sölutölum hans.

Þar fyrir utan þá eiga reglurnar ekki að vera til þess að vernda viðskiptaAÐFERÐ, heldur til að auka menningarverðmæti.

Þegar útvarpið var fundið upp urðu tónlistarmenn reiðir og sögðu að þetta myndi eyðileggja tónlistabransann (allar tekjur úr "læv" flutningi á þeim tíma).

Þegar Hljómplatan kom sögðu tónlistarmenn að þetta myndi drepa bransann, bæði "læv" bransann og allar tekjurnar sem þeir voru alltíeinu farnir að fá úr útvarpsspilun.

Þegar Kassettan kom kvörtuðu þeir yfir að nú gætu allir kóperað og þeir myndu aldrei fá tekjur úr neinu af ofangreindu aftur.

Þegar Geisladiskurinn kom þá endurtóku þeir kassettuharmakveinið, en bættu við að nú væri hægt að afrita í fullum gæðum.

Þegar netið kom fóru þeir að væla yfir að því sama enn einu sinni.

 (bíóbransinn hélt því sama fram við VHS spólurnar, risa kærumál sem var dæmt þeim í óhag. Síðan ukust tekjurnar hjá þeim hrottalega þegar þeir fóru að NÝTA sér tæknina í stað þess að væla)

Nú er svo komið að margir tónlistamenn hafa séð verulega aukningu í mætingu á tónleika og líta á tónleika sem besta bisnessinn þar sem útgáfufyrirtækin taka hvort eð er mestallann hagnað af geisladiskasölu.

Bíddu, er þá ekki komin upp svipuð staða og síðan tónlist varð til? Læv flutningur er það sem þú lifir á, útgáfa getur verið aukabúgrein og auglýsing fyrir tónleika.

Og ef sala Bubba minnkar þá er það sennilega vegna þess að fólk hefur misst trú á honum út af þessarri tjáningagleði hans sem sýnir oft annsi öðruvísi mann en hann auglýsir í lögunum sínum. Og kannski að það er lítið virkilega nýtt búið að koma frá honum í nokkur ár.

Bubbi, gerðu eitthvað nýtt og ferskt og hættu að tjá þig svona í auglýsingum og fjölmiðlum. 

Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:17

2 identicon

spurning að leggja hausin i bleiti og hugsa að kannski er þetta download framtíðinn eg er ekki buin að þvi enda er eg ekki að gefa ut tónlistar disk..en 1 hugmynd er ekki hægt fyrir bubba og fleiri að reyna að vinna tónlsitina mest sjálfur og selja hana svo sjalfur á góðum prís á netinu bara svona i gegnum enhverja heimasiðu..þá gæti maður lika keyft eitt og eitt lag(þeir á tónlist.is eru farnir að bjóða upp á það)

 eg trúi ekki að mikið af fólki steli eða coperi lögin hja honum ef það getur keyft diskinn á 1000kr eða 1 lag á 200kr bara svona hugmynd

jon hjalpar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:19

3 identicon

en annars er Ari kolbeinsson...með góðan punkt

jon hjalpar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann getur fengið hest lánaðan, riðið til Reykjavíkur og kveikt í síma á Austurvelli ef hann vill. Netið er komið til að vera. Það er hægt að gera tvennt, setja hausinn í sandinn eða setja hausinn í bleyti.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband