Maður hlýtur að velta fyrir sér

Nú segist Emil ætla í burtu! Hann á 2 ár eftir af samningi! Hann ætlaði sér stærri hluti í vetur!

Maður veltir fyrir sér er hann ekki nógu góður fyrir þetta lið og vill fara í lakara lið til þess að fá að spila? Geri ráð fyrir að hann sem atvinnumaður vilji spila reglulega. Finnst honum hann of góður fyrir þetta lið? Finnst honum illa að sér vegið með því að fá ekki að spila? Er hann klárlega betri en einhver sem á fast sæti í liðinu? Eru það kannski bara eilíf meiðsli sem valda því að hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur?

Hvað með að bíta í sig að ætla að vera áfram hjá liðinu, standa við greðan samning, og berjast fyrir sæti sínu og sýna þannig þjálfaranum hvar Emil keypti vínið!!

Tek fram að mér er alls ekki illa við pilt þetta eru bara smá vangaveltur um afstöðu manna til málsins og hinar mörgu hliðar á því að vera ekki í liðinu!!!


mbl.is Emil er í kapphlaupi við tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.. það fer eftir hvar metnaðurinn hjá honum liggur.
Ég er spenntur fyrir að sjá hann á Englandi. Miðað við það sem ég þekki af honum væri hann væri klassa leikmaður í 1. deildina.

Viðar Örn (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:18

2 identicon

Reggina hefur haft þjálfara skipti svona 5 sinnum á þessum tíma sem emil hefur verið þarna, og að eg sömu þjalfarar ráðnir til skiptis. Hann gæti alveg spilað með betra liði og jafnvel í ensku urvalsdeildinni

hj (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:04

3 identicon

Það er víst einhver stefna þjálfarans hjá Reggina að stilla upp eins ítölsku liði og hægt er. Það er einhver ítala-skunkur sem spilar sömu stöðu og Emil og er miskunnarlaust valinn fram yfir Emil þó svo að sá leikmaður hafi verið lélegur. Einnig hafa þessi meiðsli Emils sett strik í reikninginn og hann hefur eiginlega aldrei náð sínu toppformi hjá félaginu ef frá eru taldir fyrstu 3 mánuðirnir. Þá var hann efstur (eða næstefstur) í einkunnagjöf ítölsku blaðanna af leikmönnun Reggina og nr. 40 af öllum leikmönnum deildarinnar og fyrir ofan leikmenn eins og Kaka, Gattuso, Viera og fleiri hetjur. Emil getur vel spilað á þessu leveli. Hann þarf bara að haldast heill og hafa ekki bjána sem þjálfara.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:25

4 identicon

Sko þetta er einfallt. Maðurinn á ekki að spila þar sem að hann fær ekki að skína. Hann var virkilega efnilegur og ef að hann fær ekki fastan spilatíma þá verður hann aldrei neitt annað en varaliðsefni hjá ensku úrvals og fyrstudeildar liðum. Hann þarf mínútur og ef að hann fær þær ekki þarna þá á hann að fara. Þú mundir ekki stimpla þig inn í vinnu dag eftir dag ef að þú vissir að þú gætir fengið betri vinnu er það ? Allt spurning um að fá að aðlagast. Sé hann fyrir mér með Aroni hjá chris coleman .

Jörgen S. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:55

5 identicon

Auðvitað verður hann að fá að spila en mér finnst hann engan veginn eiga heima á þessu leveli eins og Hilmar talar um og hvað þá að bera hann saman við menn eins og Kaka, Gattuso og fleiri þrátt fyrir að einhver einkunnagjöf segi annað.  Meiðsli spila að sjálfsögðu einhvern hlut í máli en það sem maður hefur séð af honum í síðustu landsleikjum meðal annars þá hefur hann verið algjörlega úti á túni, út úr stöðu og verulega hægur.

Annars hef ég ekkert á móti drengnum og vona að hann skipti um lið og komist í almennilegt leikform, enska fyrsta deildin væri líklega ágætis byrjun, nú eða bara Crew Alexandra hjá Guðjóni Þ. ;) 

Erlendur Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:19

6 identicon

Það eina sem ég var að meina með þessari einkunnagjöf Erlendur er að hann var greinilega að standa sig mjög vel, ekki að hann sé betri en þessir menn. Hann getur greinilega staðið sig í ítölsku deildinni, hann verður bara að vera heill og fá sénsinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:52

7 identicon

Já ég get alveg tekið undir það Hilmar,  að sjálfsögðu verður strákurinn að vera heill og fá einhverjar mínutur,  það var allt annað yfirbragð yfir honum fyrst eftir að hann fór til Ítaliu, nú held ég bara að það sé kominn tími til að skipta því að eins og Jörgen talaði um þá var Emil mjög efnilegur en nú stefnir í að það verði ekkert meira en það nema hlutirnir breytist verulega.

Erlendur Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband