Alveg finnst Gilla Hjartar

vanta alla almenna umræðu um Evrópumál þetta er alltaf voðalega yfirborðskennt og menn virðast taka afstöðu út frá sjávarútvegsmálum fyrst og fremst margir hverjir og þar við situr, afhverju er þetta ekki rætt á breiðari grundvelli? Hvað með hag heimilanna, ferðamannaiðnað, menntamál, landbúnaðinn  bara hvað sem er.

 


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skoðun valkosta t.d. ef ég er að skoða húsa eða bílakaup þá segi ég ekki við seljandann fyrirfram að þetta sé besti valkosturinn og að ég hef ákveðið að ganga til samninga við hann.

Seljandinn hefur mig þá é hendi sér, það skilja sumir ylla, sem vilja stýra þjóðarskútunni og ræða ESB.

Kjósa fyrirfram er afleit aðferð, ef við eigum að fá góðan ESB samning til að taka afstöðu til í lokin.

Helgi Axelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sammála þér Helgi menn verða að sjá hvað er í boði og hvernig geta menn stöðugt verið að hafna þessu þegar engin hefur rætt málin ofan í kjölin - skrýtin afstaða - þú lýsir þessu vel - takk

Gísli Foster Hjartarson, 27.3.2009 kl. 12:39

3 identicon

Ég er alveg sammála. Það vantar til dæmis alveg inn í umræðuna hvernig þessi samtök eru útá við. Um það til dæmis hvort þessi samtök séu að stuðla að viðvarandi arðránum í Afríku, hvort þau séu að stuðla að því að svettsjopp sé enn staðreynd í Indónesíu og hvort þau séu að séu að gera hnattrænum auðhringjum -á þeirra vegum beint eða óbeint- enn meiri aðgang að auðlindum á Indlandi, ásamt mörgu öðru. Eða allavega veit ég ekki hvernig afstaða Íslendinga myndi mótast ef þeir vissu að þeir væru að ganga inn í þess konar samtök.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:54

4 identicon

Hver er að tala um að kjósa fyrirfram? Ég skil ekki hvað þú átt við með því. Menn kjósa um það hvort farið skuli í aðildarviðræður eða ekki. Kannski er það þetta fyrirfram sem þú talar um? En síðan yrði kosið aftur um niðurstöðuna, hið stóra já eða hið stóra nei. Þetta er eina vitræna leiðin. Allar aðrar leiðir halda bara áfram sama ófrjóa karpinu og hefur verið við lýði í 15 ár, allt frá inngöngunni í EES.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Stóra málið sem vantar í umræðuna er Lissabon samningurinn.

Það er ekki hægt endalaust eða tala um ESB eins og það er eða var. Ísland á ekki kost á að ganga inn 2003 eða 1992, heldur 2010 eða síðar. Eitt af skilyrðunum er að búið verði að lögtaka Lissabon samninginn.

Við það mun sambandið breytast verulega. Stjórnkerfi þess valds sem játast á undir skiptir ekki síður máli yfirráð yfir auðlindum, því við það munu komandi kynslóðir búa. Löngu eftir að kreppan er gleymd.

Mér líst ekki vel á þær breytingar sem boðaðar eru í Lissabon samningnum. Þar er stigið stórt skref í þá átt að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.

Þó ESB henti e.t.v. mörgum ríkjum og margt gott megi segja um sambandið get ég bara ómögulega séð að Ísland eigi heima þar. 

Haraldur Hansson, 27.3.2009 kl. 13:18

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sleggji - það er málið afhverju á ða kjósa um hvort það á að fara í aðildarviðræður? menn eiga að ræða málin sjá hvaða fleti menn fá plúsa og mínusa síðan á þjóðin að kjosa - það finnst mér eðlilegri framgangur.

Haraldur þú virðist vera ágætlega að þér í þessu - það er einmitt fólk eins og þú sem ég vil að fái aðgang að sjónvarpi og öðru til að leiða okkur í sannleikanum um þessi mál frá öllum hliðum, það gengur ekki t.d. að bara þeir sem ekki eiga pening tjái sig eða öfugt - mér hefur fundist vanta almennri umræðu um málin

Gísli Foster Hjartarson, 27.3.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband