Traustið er farið Bjarni minn!

Svo einfallt er það að Guðlaugur Þór er rúinn trausti hjá þjóðinni og rúmlega það því ég heyri ekki betur hér í Eyjum en að fólk sé komið með nóg af honum, og á é gþá við Sjálfstæðisfólk,  og vilji hann burt ....nú þarft þú Bjarni minn að sýna hversu sterkur formaður þú ert og ýta honum til hliðar. Þetta er eins og í fótboltanum það er enginn einn einstaklingur heildinni sterkari - þessu verða pólitíkusar að fara að gera sér grein fyrir og læra þannig kannski að vanda vinnubrögð sín og almenna hugsun.  .....koma svo Bjarni minn
mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er grátlegt að horfa uppá tilraunir sjálfstæðismanna að moka yfir þetta.

Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 20:20

2 identicon

Nú er nóg komið - mínir menn kunna ekki að skammast sín einu sinni.

Öll fjölskyldan ákvað í kvöldmantunum að kjósa ekki Sjálfstæðiflokkinn í kosninugnum eins og við höfum alltaf gert. Allavega 6 atvkæði farin og líklega all upp í 15 í stórfjölskyldunni.

Kjósum líklega VG sem virðist eini óspillti flokkur landsins því Borgarahreyfingin er djók og lýðskrum.

Hættur að kjósa Sjálfstæðisflokk (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Það sem að mér fannst mest gaman að er hvað allir þarna eru gersamlega óhæfir til þess að sjá um fjármál.

einsog t.d. fyrrverandi framkvæmdarstjóri og prófkúruhafi þangað til eftir áramótin, hann hafði ekki hugmynd um þetta.

 semsagt samkvæmt honum þá vissi hann aldrei hvað var inná þessum reikning, fyrst að hann allavega varð ekkert var við eða athugaði hvaðan þessar 55 millur komu.

Árni Sigurður Pétursson, 9.4.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Hættur að kjósa Sfl..: Flott hjá ykkur að taka svona meðvitaða ákvörðun að hætta að kjósa gömlu spillinguna aftur yfir sig. Ég vildi samt einnig enda á að VG hefur ekki staðið við loforð sín um að fá allt upp á borð og eru í raun nýir hausar á sömu jakkafötunum. Ég er aftur á móti ósammála þér að Borgarahreyfingin sé óverðugur flokkur og vill ég persónulega fá NÝTT fólk inn á þing.  Ertu til í að útskýra ,,djók og lýðskrum" betur, maður á oft erfitt að taka svona orð merk þegar þau eru ekki útskýrð.

Kær kveðja og lifi byltingin!

Alfreð Símonarson, 9.4.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband