10.4.2009 | 14:27
Ekki nóg....
...það þarf að taka fram frá hverjum hæstu styrkirnir komu og það sama á að ganga yfir vinstri græna, samfylkinguna og frjálslynda - drullist nú til að gera þetta sómasamlega - reynið nú að birta þetta á þeim forsendum að það þuefi ekki sífellt að spyrja fleiri surninga að birtingu lokinni - segið bara hverjir voru segjum 10 hæstu styrkveitendur, þið getið svo birt lengri lista á heimasíðum ykkar - koma svo koma með þetta fram í dagsljósið.
Þetta á ekki að vera eitthvað pukur
Heildarframlög til Framsóknar 30,3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru þeir bara ekki að segja að fyrirtækin sjálf komi fram og tilkynni hver þau eru, Framsókn vill ekki stíga fram, eða ég les þetta þannig.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.4.2009 kl. 18:17
Vinstri grænir fengu hæst 1 milljón króna
Hæsti styrkur sem Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk á árinu 2006 var frá Samvinnutryggingum en hann nam einni milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem VG sendi frá sér í dag. Þar segir að áður en lög um fjármál flokkanna voru samþykkt hafi Vinstri græn unnið eftir eigin reglum að öll fjárframlög yfir 500 þúsund krónum skyldu birt í ársreikningi, þ.e. hver gaf og hversu mikið. Samvinnutryggingar séu eina tilfellið sem þetta hafi átt við um.
Aldís Gunnarsdóttir, 10.4.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.