12.4.2009 | 12:14
Getum við nýtt okkur þetta!
Maður er farinn að velta fyrir sér hvort að við sem þjóð getum nýtt okkur þessa hluti sem um okkur eru sagðir, sérstaklega í Englandi? Við virðumst reyndar vera skotspónn gríns um víðan völl fyrir okkur "góðu" afrek. Þetta lið sem kom okkur í þessa stöðu getur kannski orðið okkur möguleiki til fjáröflunnar, gætum boðið upp á ferðir til Íslands þar sem fólk gefst kostur á að kasta eggjum og kökum í smettið á þessu liði til að taka út reiði sína, er alveg viss um að sumir myndu vilja leggja í púkkið, já eða bjóða bara upp á þetta á götum úti í Englandi!!!!!
En öllu gríni fylgir einhver alvara, hversu langur tími ætli líða þangað til við getum átt viðreisnar von hjá þessu fólki?
Tapaði öllu á íslenskum bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mann grunar að einhver í höfunda hópnum eða nákominn þar hafi tapað peningum hjá Íslensku bönkunum og svona er þetta nú þegar fólk notar fjölmiðla til að koma sinni, ef hart er til orða tekið "hefnd" út.
Eða er maður dottinn í samsæriskenningar spor.. ! 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 12:59
Það á ekki að borga skuldirnar í útlöndum, vegna þess að við erum gjaldþrota þar i hugum fólks, það verður ekkert meiri skaði enn orðið er. En léttara fyrir okkur að byrja á núlli en ekki mínus ég veit eki hvað.
Siggi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.