Ég er bara hissa....

...að United skuli ekki hafa klárað þetta í fyrri leiknum, sá reyndar ekki þann leik, en þetta Porto lið er hvorki fugl né fiskur og það hefði verið hreinn skandall fyrir United að detta út fyrir svona liði svo mikið er víst.

En nú fáum við 4 skemmtilega leiki í undanúrslitum, trúi því að United klári Arsenal en þori ekki að spá alveg strax í hina viðureignina, þó Barca virki sterkara svona við fyrstu sýn sérstaklega eftir að ég sá þá vinna Byern á heimavelli en þetta er sókndjarft lið og ég er ekkert viss um að lið með þessi sóknargen sigri ensk lið samanlagt í tveimur leikjum.


mbl.is Ferguson: Vörnin gerði útslagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Já þú seigir barca sterkari?

Ég er nú ekki á því, vegna þess að nú er Chelsea farið að spila sóknarbolta, og við vitum að  Barca er með vonda vörn. Þeir bláu eru klárlega betri í því að verjast, og Essien er einhver besti varnar miðjutengiliður sem gæti sett Messi í vasan.

Ég er samt að vona að Barca vinni enda Barca maður.

Ragnar Martens, 15.4.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Man jú var ekkert að spila neitt stórfenglega, Porto komst lítið áleiðis, en það er í svona leikjum sem stóru strákarnir taka völdin.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.4.2009 kl. 21:57

3 identicon

Gísli minn, Porto voru bæði fugl og fiskur í fyrri leiknum. Ég var á staðnum og eins og United var að spila var ég ánægður með jafnteflið heima, þó jöfnunarmarkið hafi verið súrt...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:56

4 identicon

Ég held að Chelsea taki Barcelona og held að United muni með erfiðismunum sigra Arsenal.  Ég er því semsagt að spá úrslitaleik United og Chelsea annað árið í röð.  Tek þó fram að það er ekki óskhyggja að fá Chelsea fremur en Barca.  Barca er flott lið og væri skemmtilegri andstæðingur í úrlsitaleik Champions league. 

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband