Hreinn og klár skandall

Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt - á ekki að leyfa fólki fá útrás fyrir framan skjáinn? Já já það eru kosningar veit það. Flestir komnir með upp í kok af þessum lygum og látum sem eru í gangi hjá þessu liði og því væri nauðsynlegt að leyfa landanum að sleppa sér yfir góðum, kraftmiklum, handboltaleikjum. Nei það á frekar að stilla upp og bíða eftir að liðið sem búið er að koma okkur aftur á tíma svarthvítu sjónvarpstækjanna með misvitrum stjórnunarháttum sínum opni á sér túllann - dísus

Ég er orðlaus yfir þessu - algjörlega kjaftstopp - Menn hljóta að geta gert betur en þetta


mbl.is Ekki sýnt beint vegna kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála, það er algjörlega nauðsynlegt að sjónvarpa undanúrslitunum...

Guðrún Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:20

2 identicon

Mér finnst þetta bara allt lagi. RÚV snuðaði líka BLÍ um útsendingu á úrslitum, þannig að kannski eru þeir bara að reyna að gæta sanngirnis ;)

María (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:25

3 identicon

Er þetta ekki bara hreint og klárt RÚV....

Ólinn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: corvus corax

Það er fáránlegt að íþróttir skuli ekki vera sendar út á sérstakri rás svo hægt sé að halda uppi beinum útsendingum þegar það á við. Og það er jafnfáránlegt hve oft íþróttir eru látnar hafa forgang á almennri rás ríkisfjölmiðils.
Krafan er: sérstök íþróttarás hjá RÚV og að allar íþróttir njóti jafnræðis en ekki að boltaíþróttir hafi forgang!

corvus corax, 16.4.2009 kl. 11:44

5 identicon

Nú þarf að búa til boli með lógói RÚV og textanum: "Ekki mitt ríkissjónvarp!"

Jón Flón (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:50

6 identicon

Ég held að það væri nær að sýna frá handboltanum heldur en þetta "bla,bla,bla" umræður um pólitík sem engu skilar nema ergelsi og leiðindi að hlusta á!!!!

Sveinbjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:51

7 identicon

LOKSINS !  Til hamingju RÚV !

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:53

8 identicon

já því skal troðið í okkur misvitringajaplinu.

Axel (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:14

9 identicon

Hvernig væri að hringja bara í Ingva Hrafn og biðja hann að sýna þetta á ÍNN og netinu.  Engin þörf fyrir Hrafnaþingið hans á kosningakvöldinu sjálfu

Ég er svosem ekkert kjaftstopp né missi svefn yfir þessu en ég held að þjóðin þarfnist meira spennandi handboltaleiks en blaðri pólitíkusa.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:21

10 identicon

Sæll vertu.

þetta er vissulega ömurlegt. Handboltinn er jú einusinni vinsælasta sjónvarpsíþróttin á íslandi!

En veistu ég skrifa þetta alfarið á HSÍ, ár eftir ár er samið við ríkissjónvarpið um sjónvarpsrétt frá leikjum deildarinnar. Ég veit nú ekki hvað upphæðin er há sem RÚV borgar fyrir þennan svokallað sjónvarpsrétt (sem þeir nota svo ekki einusinni)... en eitt er víst að góð umfjöllun um hvaða íþrótt sem er er nauðsynleg. Hvað ætli það hafi verið stór hluti landsmanna sem horði á KR-Grindavík í körfunni? Umgjörðin var frábær í alla staða og SÝN gerði þetta 100%. Ég er einhvernveginn öruggur á því að ef ég væri 9 ára í dag að velja mér íþróttagrein þá myndi ég klárlega reyna að verða eins og Jón Arnór...

En ár eftir ár semur HSÍ við "dauða" sjónvarpsrás... og ekki við öðru að búast frá þeim en þetta.

Siggi Braga (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:47

11 identicon

Sæll.

Það væri best að gera samning við DR1, það mundi auka líkurnar til muna að handbolti væri sýndur á RÚV. Samanber allir dönsku þættirnir sem eru í sýningu hjá RÚV

Rúnar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:19

12 identicon

Frábært framtak hjá RÚV ...  Spara þarna sem annars staðar.  Það er skorið niður í menningar og menntamálum þannig að ég sé ekkert að því að skorið sé niður í útsendingum á íþróttaviðburðum.  Þeir sem hafa áhuga á því geta þá bara mætt á svæðið eða keypt sér aðgang að einkareknum miðlum.

Flott framtak hjá RÚV.

Örvar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.