17.4.2009 | 14:43
Það er ljótt.....
...að vilja vera einn að leika sér í sandkassanum. Með fullri virðingu fyrir Birni Bjarnasyni þá held ég að þarna sé hann kominn á grafarbakkann þessi aldni höfðingi. Hann er í vinnu hjá fólkinu í landinu en hann gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að fólkið ílandinu fái jafnvel betri aðgang að því sem því ber. Við erum að tala þarna um mætan mann sem hefur í mörg ár setið í ríkisstjórn, reynt að koma á hálf íslenskum her og ég veit ekki hvað - þvert ofan í það sem megnið af þjóðinni hefur viljað og nú stendur hann í pontu og talar um að 1000 ræður sé göfugt markmið að stefna á í máli sem sem megnið af þjóðinni er honum alls ekki sammála um. Hann er klárlega búinn að tapa þeim hæfileika sem að pólitíkusar þurfa að hafa og það er að geta hlustað á fólkið sem veitir þeim vinnu.
Ég mun sakna Björns að vissu leyti, á þingi, og setjast í helgan stein, en ég held að nú eigi hann og Jóhanna Sigurðardóttir það sameiginlegt, eins ólíklegt og það kann að hljóa, ......að þeirra tími er kominn!!!
Myndi fagna þúsund ræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum þar sem við erum vegna þess að bankakerfið á Íslandi hrundi og það er skollin á kreppa í heiminum í ofanálag. Það er vandinn sem á að bregðast við nú og það á að bjarga atvinnulífinu og heimilunum í landinu ÁN ALLRA UNDANDBRAGÐA og ég heyri of marga núverandi stjórnarliða gleðjast yfir því að Sjálfstæðismenn séu að eyða tíma sínum í þetta í stað þess að vera úti að tala við kjósendur. Þeir óttast ekkert meira stjórnarliðar. Um það snýst þetta hjá stjórnarliðum. Atkvæðaveiðar til 25. apríl og ekkert annað. Þeta snýst ekki um lýðræðisumbætur heldur er þetta lýðskrum algerlega vanhæfrar ríkisstjórnar. Hvaða fjárans stefnu hefur hún í peningamálum og hvað ætlar hún að gera til bjargar heimilunum í landinu, jú lækka laun og hækka skatta og fjölga LISTAMÖNNUM Á LAUNUM. Ef hún á að teljast starfi sínu vaxin á að vera til stefna í þessu málium. Málum sem hefur verið hrunadans í allan vetur. Stjórnarskrá Íslands og hvað þá kvótakerfið olli ekki þessu ástandi og stjórnarskrá á ekki að breyta eins og hverjum öðrum lögum. Hún getur beðið. Um breytingar á stjórnarskrá þarf breiðari samstöðu en við sjáum í dag þegar einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins er algerlega á móti breytingum á henni. Eðli lagabreytinga og stjórnarskrárbreytinga er ekki það sama.
Hræsnin sem mér finnst þó mest þessa dagana er að fyrrverandi viðskiptaráðherra, semsagt BANKAMÁLARÁÐHERRA, Björgvin G. Sigurðsson, skuli vera í framboði. Nýbúinn að segja af sér. Menn sem eru búnir að segja af sér sem ráðherrar vegna mistaka eru búnir í pólitík. Ég endurtek, BÚNIR Í PÓLITÍK. Myndir af frambjóðendum Samfylkingar í suðurkjördæmi eru af fólkinu í 2., 3. og neðri sætum og Jóhönnu Sigurðardóttur en ekki eru birtar myndir af oddvitanum Björgvini ??? halló ! Segir það ekki meira en mörg orð ?
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:16
Jón Óskar gæti ekki verið meira sammála þér varðandi Björgvin G. - gæti meira að segja ælt útaf honum - eins og við höfum rætt áður vinirnir
Spurning mínir er líka hvaða heimilum á að bjarga? á að vera að reyna að bjarga heimilum þar sem fólk sökkti sér í lán til allra mögulegra kaupa, þvottavél uppvöskunarbursti, veðrbréf, inniskór, sumarfrí, jeppi?
Bjarga á fólkinu sem að fékk lán til að koma sér þaki yfir höfuðið það er þar sem á að hjálpa til en fólk sem var að taka lán til að leika sér eða sýnast það verður bara að takast á við vandann - sorry - það lána kerfi á ða stokka upp og veita fólki bestu mögulegu vexti helst um 2-3% og enga helvítis verðtryggingu - kannski drauma% tala en ég nefni hana samt.
byrjum á atvinnulífinu - það borgar launin og hjálpar fólki að borga sitt... en á þar að viðgangast að fella niður skuldir? Hvað þá með fyrirtæki sem skulda ekkert á að hjálpa samkeppnisaðilum þeirra fyrirtæki að koma sér á flot á kannski ríkið að reka þetta eins og Eymundsson og þetta dót - skrýtið er þetta þjóðfélag orðið meistari
Mín skoðun varðandi listamannalaun hefur ekkert breyst, og það á reyndar við um margt fleiri, ef að þú getur ekki lifað af því snúðu þér þá að einhverju öðru. það er nú bara svo - ein af þessum semhefur verið að fá svona listamannastyrki í gegnum tíðina er t.d. kona Björns Bjarnasonar ef að ég man rétt í einhverri kammersveit eða hvað þetta nú heitir. Ef einstaklingar eru til í að styrkja svona listamenn - fine
Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2009 kl. 15:30
Jón Óskar minnist ekki á Þorgerði Katrínu,Illuga Gunnarsson;Guðalaug Þór Þórðarson og fleiri rammspillta okurlána sjálfstæðismenn í framboði. Lítið ykkur stundum nær.Mér er andskotans sama um einhverja stjórnarskrá,mas í þingsal,kappræður þingmannsaumingja,ég vil þetta pakk í burtu sem er að drepast úr eiginhagsmunspoti og græðgi.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:32
Umorða hérna aðeins
Bjarga á fólkinu sem að fékk lán til að koma sér þaki yfir höfuðið það er þar sem á að hjálpa til en fólk sem var að taka lán til að leika sér eða sýnast það verður bara að takast á við vandann - sorry - það lánakerfi á að stokka upp, þ.e.a.s. þau lán sem tekin eru til húsakaupa, og eiga að veita fólki bestu mögulegu vexti helst um 2-3% og enga helvítis verðtryggingu - kannski drauma% tala en ég nefni hana samt.
Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2009 kl. 15:39
Það verður ekki öllum heimulum bjargað og ekki öllum fyrirtækjum. Hinsvegar finnst mér núverandi ríkisstjórn ekki vera með neina stefnu í þeim efnum og kannski ekki skrítið að hún geti það þegar hún hefur kvorki peningastefnu né stefnu í Evrópumálum.
Vinstri grænir vilja nú helst koma öllum lífvænlegum fyrirtækjum í sérstakt "eignaumsýslufélag" ríkisins. Breyta skuldum í hlutafé með ríkið að aðaleiganda og síðan reka þau áfram eða selja þau (með því að lána kaupandanum væntanlega). Þá vil ég heldur að unnið verði með þeim sem eiga félögin fyrir og reynt að leysa málin með þeim sem hafa þekkingu á viðkomandi rekstrareiningum, nema óvilhallur aðili meti stöðuna svo að viðkomandi hafi ekki þekkingu eða getu til þess.
Það verður ekki vikist undan þeirri staðreynd að mörg fyrirtæki og einstaklingar sem skuldsettu sig, gerðu það í góðri trú og gerðu jafnvel ráð fyrir ca 20% veikingu krónunnar. Við erum að tala um algeran forsendurbrest lánveitenda sem unnu sjálfir gegn krónunni og eiga að bera þessar byrðar með lántakendum.
Mér líst ekkert á að ríkið verði hér með allan atvinnurekstur eins og er draumur VG.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:39
Er ég sjálfstæðismaður ?
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:49
Einkavæða allt er og verður draumur blámannannanna. Það var gert í síðustu stjórnartíð.Engin höft,gróin gömul fyrirtæki seld,bankarnir seldir,ríkisbubbarnir urðu margi,þensla í höfuðborginni og allt sprakk.Og hvað þá.Við aumingjarnir erum þá allt í einu orðin góð til að hirða upp eftir frjálshyggjudótið og erum sett í auka skuldaklafa til að borga kúlulánin,risafyrirtæki sem voru bara pappír,þurfum að þola niðurskurð í heilbrigðiskerfinu,okurvextirnir að sliga fólk í dýrtíðinni því aldrei mátti fella niður vertðtrygginguna í góðærinu. Maður er gjörsamlega orðlaus hversu fólk getur verið blint þegar að pólitík er annars vegar og neitar að horfast í augu við sannleikann.Pólitík eru ekki trúarbrögð þau eiga að snúast um að fólk geti lifað mannsæmandi lífi og við höfum skyldur gagnvart þeim sem minna mega sín.Fólk í Sjálfstæðisflokknum hefur ekki haft þetta að leiðarljósi.Enda hafa þeir ekki genið sem heitir umhyggjugen.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:51
Hvað leggur þú til Ragna ?
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 16:00
Lestu þessa grein þá verður þú margs vísari.http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/16/arfleifd-sjalfstaedisflokksins-grein-eftir-helga-hjalmarsson/
Ég tek það fram Jón Óskar að það er ekki við Sjálfstæðisflokkinn einan að sakast hvernig er komið fyrir Íslendingum þar eiga margir sökina.En ég vil fá fólk til starfa í Öllum flokkum sem er heiðarlegt og þorir að koma fram með úrbætur fyrir samfélagið öllum til handa ekki bara til þeirra sem eiga peningana.Það fólk sem fremst hefur farið í þjóðlífinu og er með vafasama fortíð á ekki að fá að komast aftur til starfa á alþingi.Það er gjörsamlega búið að fyrirgera rétti sínum og það á líka við fólk í öllum flokkum.Áfram ÍBV.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.