Gengur ekki í Eyjum....

...hér er einfaldega of hvasst segja menn, færi öll orkan í að reyna að hægja á snúningi "myllunnar"

En auðvitað er þetta eitthvað sem að maður myndi halda að aværi raunhæft á Íslandi, en ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði frekar en öðrum en legg til að þetta verði kannað ofan í kjölinn. Vissulega er af þessu "sjónmengun" en það hlýtur að vera skárra heldur en að virkja hverja lækjarsprænu sem finnst í landinu, þessi orkuöflun er víða að gera sig og því bíðue maður spenntur eftir framvindu mála.

En Össu sniðugur að geta opinberað þetta svona rétt fyrir kosningar, greinilega orðinn sjóaður í ksoningaherfræðum Össur!


mbl.is Telur virkjun vindorku raunhæfan kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég held að vestmanneyingar yrðu reyndar frekar leiðir á að tína upp dauða fugla við vindmylluna. Vængendinn á sæmilega stórri vindmyllu fer á nokkur hundruð kílómetra hraða og dauðir fuglar ásam stanslausum hvin eru leiðinlegir fylgihvillar þessara fyrirbæra. Best er að koma þeim fyrir á frekar afviknum stað þar sem lítið fuglalíf er.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 13:56

2 identicon

Þetta er misskilningur hjá þér. Of mikill vindur er alls ekki vandamál ef myllan er rétt hönnuð. Föðru bróðir minn var með myllu í gangi í mörg ár og þurfti aldrei að líta á hana hvað mikið sem hvessti. Hún var einfaldlega hönnuð þannig að eftir því sem spaðirnir snerust hraðar var skurði þeirra (stefnu blaðanna) breytt (miðflóttaaflið) þannig að þeir náðu hámarks hraða en aldrei meiri hraða en það - hversu mikið sem vindurinn jókst. Einföld tækni sem klikkaði aldrei. Ég horfði oft á þessa myllu utanum stofugluggann heima í ofsaveðrum - það þurfti aldrei að hafa áhyggjur af henni.

Hitt er annað mál að það er bæði sjón- og hljóðmengun af vindmyllum. Hljóðmengun má aftur draga úr með réttri hönnun - en þetta eru allt hlutir sem þarf að vega og meta.

Kveðja, Ágúst

Ágúst (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Bladvin - Já ljótt væri að gera útaf við okkar ágæta fuglalíf með þessum hætti, nóg er nú strögglið með lundastofnin t.d. eins og er.

Ágúst - gott að þú leiðréttir þetta með vindinn, auðvitað á þetta vera þannig úr garði gert að menn geti á einn eða annan hátt stýrt þessu, ofsa rokið kíkir nú stundum í kaffi hérna í Eyjum.

Ég hef heyrt þennan hvin sem þessu fylgir , hvimleiður andskoti en venst nú samt sennilega eins og margt annað, þó þreytandi sé, en afvikinn staður er náttúrulega besta lausnin.

verður forvitnilegt samt að fylgjast með framgangi þessa máls.

Gísli Foster Hjartarson, 21.4.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.