22.4.2009 | 14:20
Hver ber ábyrgð?
Grein Jóns Árna Ólafssonar á hinum ágæta vef www.eyjafrettir.is um daginn, sjá hér að neðan fékk mig til að staldra aðeins við og velta fyrir mér hlutunum, og sumt einfaldlega skil ég ekki í áróðri hans á menn og málefni......
Jón talar um hversu dásamlegt það verður að vinna hálfan daginn og enginn skuldi neitt eða eigi neitt undir stjórn Vinstri Grænna. Veit Jón ekki að í dag eru hátt í 20.000 manns atvinnulausir Hafa engu vinnu sem sagt, og jafnvel búið að hirða af því það sem það átti vegna, vegna skulda sem urðu til í ímynduðu góðæriskerfi sem hrundi á vakt Sjálfstæðisflokksins Veit Jón þetta?
Ég er ekki frá því að vera sammála Jóni um að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum ef þeir félagar Steingrímur og Ragnar komast til áhrifa! hvað varð um peningana sem Illugi Gunnarsson átti að vernda fyrir fólk í sjóði 9? Hvað varð um peninga einstaklinga og þjóðarbúsins sem að Árni Matt og Björgvin G áttu að verja? Varla getur staðan versnað? Gerir Jón sér grein fyrir því?
Veit heldur ekki hversu vel Jón fylgist með samfélaginu almennt en nú er nú staðan búin að vera svoleiðis síðan síðasta haust, frá því í október, að maður þarf að sýna farseðilinn til þess að fá gjaldeyri ef að maður fer erlendis og ekki nóg með það, maður getur ekki fengið eins mikið og maður vill Hverjir voru við stjórn þegar þetta var tekið upp? Ef Jón myndi kynna sér hlutina betur þá myndi hann komast að því að fullt af fólki sem á gjaldeyri í bönkunum getur ekki leyst hann út, þrátt fyrir að hafa lagt hann þar inn í góðri trú, og hefur ekki getað síðan síðasta haust útaf tryggri og öruggri peningastjórn landsins. Hverjir voru við stjórn? Ekki reyna að kenna þeirri stjórn sem tekur við eftir kosningar um að ætla að koma þessu á, hverjir sem svo sem verða í henni
Jón talar um að fara að búa í öllum dásamlegu blokkunum!!!! Ég spyr hvað annað á að nota blokkirnar í sem byggðar voru í stjórnleysinu sem hleypt var af stokkunum á höfuðborgarsvæðinu? Var þetta ekki byggt í skjóli hins frjálsa stjórnlausa markaðar Sjálfstæðisflokksins? Hverjir áttu að búa í þeim ef að það var ekki nákvæmlega þetta sem að lagt var af stað með í upphafi?.
Hvað kemur svo Róbert Marshall málinu við? Er reyndar þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að hafa hann sem gestasöngvara, ég myndi vilja sjá hann, Sæþór Vídó eða Jarl Sigurgeirs taka bara við brekkusöngnum, það er kominn tími á endurnýjun þar eins og víða annarsstaðar
Ef að þetta er máltæki sósíalistans? MITT ER MITT OG ÞITT ER OKKAR Hvern andskotann var þá sjálfstæðisflokkurinn að vinna eftir því? Mér er spurn
Jón hjálpaðu til við að taka í garði þíns flokks áður en þú reynir að segja öðrum flokkum hvað þér finnst að hjá þeim - trúi ekki að þú sért það þröngsýnn að þú sjáir ekki það sem gengið hefur á?Jón fólk í pólitík ber ábyrgð það er okkar að benda þessu fólki á það en ekki bakka það uppi í vitleysunni - ekki satt.
----
Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hlusta á og les greinar eftir hina sönnu Sósíalista eins og Ragnar Óskarson og Steingrím J. Sigfússon. Þetta er eins og að vera kominn 15 til 20 ár aftur í tímann. Ég, hinn almenni borgari, get nú hlakkað til þess að loksins verði tekið af mér stærri hluti þeirra eigna og launa sem ég hef aflaði mér á meðan þessir auðvaldssinnar réðu ríkjum, jú og jafnvel verður tekin af mér yfirvinnan og kannski eitthvað af dagvinnunni, þvílíkur lúxus. Nú loksins get ég farið að sofa á kvöldin án þess að peningaáhyggjur haldi fyrir mér vöku því Steingrímur og Ragnar ætla að sjá um að þeim verði komið fyrir á góðum stað. Ekki þarf ég að hafa áhyggjur af því hvert ég á að fara í sumarfrí því að sjálfsögðu spörum við gjaldeyrinn og skoðum sveitir landsins.Ekki þarf ég að hafa áhyggjur af eignunum sem ég er búin að vera að safna í ca. 30 ár í tíð auðvaldsins því að sjálfsögðu fær ríkið þær.Ekki þarf ég að öfunda auðvaldið því Ragnar og Steingrímur sjá um að jafna út eignum þeirra.Mikið verður mitt sanngjarna, góða, opna og gegnsæja hjarta ánægt þegar ég get sagt Ragnar og Steingrímur sjá um mig".Það verður dásamlegt þegar allir vinna hálfann vinnudag enginn skuldar neitt og enginn á neitt. Ég þarf ekki að fara til útlanda því ég gæti séð eitthvað sem mig langaði í en hef ekki efni á. Eins og einn góður maður sagði þig langar ekki í það sem þú veist ekki um.Dásamlegu íbúðablokkirnar þar sem við getum öll búið saman, huggað og verið góð við hvort annað. Því ekki verða flatskjáirnir, tjaldvagnarnir, fellihýsin, jepparnir eða önnur auðvaldsgögn að glepja okkur. En við getum þó verið viss um það að þeir Steingrímur og Ragnar koma keyrandi á lúxus jeppum sem ríkið hefur yfirtekið, til að minna okkur á auðvalds árinn.Mikið verður gaman á þjóðhátíð þegar Róbert Marshal kemur sem gestasöngvari og syngur með okkur Internationalin í brekkunni. Er ekki máltæki sósíalistans MITT ER MITT OG ÞITT ER OKKAR æðislegt.Með baráttu kveðju
Jón Árni Ólafsson
Ps. Eða var þetta kannski ekki allt vont þessi 18 ár ???
Athugasemdir
Ég furðaði mig líka á þessari grein ásamt fleirum sem fram hafa komið frá nokkrum drengjum.Helga Ólafssyni sem mér finnst nú það rætnasta sem ég hef lesið lengi og er þó af nógu af taka. Einhverjum dreng í Eyjafréttum í dag sem ég man eki hver er.Sjaldan fellur rotið epli langt frá ónýtu tré.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:29
þú veist væntanlega að unnið er að stonun"nýja FLokksins"hann kemur hinni gömlu kennitölunni ekkert við...
zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:03
Það skyldi þó aldrei vera Zappa
Gísli Foster Hjartarson, 22.4.2009 kl. 15:13
Gísli, þú hittir naglann á höfuðið í bloggi þínu. Mér finnst grein Jóns því miður bera augljóst merki þeirrar svartsýni sem Sjálfstæðismenn hafa á framtíðina um þessar mundir. Ungir Sjálfstæðismenn er þó hvað hræddastir og skera sig algerlega úr frá öðru ungu fólki sem hefur eðlilega trú á framtíðina. Eitt er víst, og það er að Sjálfstæðisflokknum, sem komn þjóðfélaginu í þann vanda sem nú er við að glíma, má ekki treysta til að stjórna landinu á nýjan leik.
Ragnar Óskarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.